Friday, April 19, 2024
HomeErlentÍ fjórða sinn sem bardagi Khabib og Ferguson fellur niður

Í fjórða sinn sem bardagi Khabib og Ferguson fellur niður

Bardagi Khabib Nurmagomedov og Tony Ferguson var einn mest spennandi bardagi ársins hingað til. Nú er hann af borðinu en þetta er í fjórða sinn sem bardaginn fellur niður.

Það virðist einhver bölvun hvíla yfir þessum bardaga. Tveir af bestu léttvigtarmönnum heims geta hreinlega ekki barist gegn hvor öðrum. Báðir eru þeir á langri sigurgöngu og er þetta því einn besti bardaginn sem UFC getur sett upp í léttvigtinni. Ferguson er með tíu sigra í röð í UFC og Khabib níu.

Þeir Ferguson og Khabib áttu fyrst að mætast í desember 2015. Í október neyddist Khabib til að draga sig úr bardaganum vegna meiðsla en í hans stað kom Edson Barboza. Ferguson sigraði Barboza með hengingu í frábærum bardaga.

Í apríl 2016 áttu þeir svo að mætast aftur en í þetta sinn var það Tony Ferguson sem dró sig úr bardaganum. Ferguson fékk blóð í lungun en í hans stað kom Darrell Horcher inn með tíu daga fyrirvara. Baraginn fór fram í 160 punda hentivigt en Khabib sigraði með tæknilegu rothöggi í 2. lotu.

UFC gafst upp á bardaganum um skeið en bardaginn var svo settur saman í þriðja sinn á UFC 209 í mars 2017. Aldrei höfum við komist jafn nálægt því að sjá þá berjast eins og þá. Daginn fyrir bardagann neyddist Khabib til að draga sig úr bardaganum eftir misheppnaðan niðurskurð og vorum við ansi nálægt því að sjá þá berjast í fyrra. Ferguson barðist ekki við neinn í staðinn en vann bráðabirgðartitilinn gegn Kevin Lee í október 2017.

Nú í ár var bardaginn settur saman í fjórða sinn og féll svo niður í fjórða sinn í dag, 1. apríl af öllum dögum. Í stað Ferguson kemur fjaðurvigtarmeistarinn Max Holloway inn en barist verður upp á léttvigtarbeltið. Dana White, forseti UFC, sagði að Ferguson yrði ekki lengur bráðabirgðarmeistari og þá verður Conor McGregor einnig sviptur titlinum sínum eftir bardagann á laugardaginn.

Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

- Advertisment -

Most Popular