spot_img
Thursday, July 17, 2025
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeInnlentIlia Topuria skrifar söguna – rotaði Charles Oliveira og tryggði sér sinn...

Ilia Topuria skrifar söguna – rotaði Charles Oliveira og tryggði sér sinn annan UFC titil

Ilia „El Matador” Topuria hélt áfram óstöðvandi sigurgöngu sinni á UFC 317 þegar hann rotaði Charles Oliveira í fyrstu lotu og varð þar með UFC-meistari í léttvigt. Þetta markar annan titil Topuria innan UFC og hann bætist nú í hóp þeirra fáu sem hafa unnið meistaratitla í tveimur þyngdarflokkum.

Það tók aðeins 2 mínútur og 27 sekúndur fyrir Topuria að klára bardagann með glæsilegu rothöggi. Oliveira féll til jarðar eftir nákvæmt hægri högg og eftirleikurinn var einfaldur – dómari stöðvaði bardagann samstundis.

Með sigrinum bætir Topuria met sitt í 17–0 og styrkir enn stöðu sína sem einn hættulegasti bardagamaður UFC í dag.

Topuria er nú orðinn meistari í tveimur þyngdarflokkum og er sá ellefti í sögu UFC sem nær þeim áfanga. Hann hafði áður unnið fjaðurvigtartitilinn með sigri gegn Alexander Volkanovski og nú bætist léttvigtin við.

Sérfræðingar líkja vegferð hans við feril Conor McGregor, sem einnig náði þessum áfanga snemma á ferli sínum. McGregor sjálfur hrósaði Topuria á samfélagsmiðlum og skrifaði “Good scrap. UFC is back?” á X eftir sigurinn.

Stuttu eftir bardagann steig Paddy Pimblett inn í búrið til að eiga face off við Topuria. Þetta leiddi til eldfimra orðaskipta þar sem Topuria mælti meðal annars “I’m gonna put my balls on your forehead”. En það olli mikilli hneykslun og öryggisverðir urðu að skakka leikinn áður en átök brutust út.

Topuria hefur nefnt bæði Paddy Pimblett og Arman Tsarukyan sem mögulega andstæðinga í næstu titilvörn.

UFC forseti, Dana White, hefur þó einnig gefið í skyn að super fight gegn Islam Makhachev, núverandi weltervigtarmeistara, gæti verið í kortunum.

Ilia Topuria hefur með þessum sigri staðfest stöðu sína sem stórstjarna í UFC. Hann er nú ósigraður, tvöfaldur meistari, með höggkraft og persónuleika sem gerir hann að draumabardagamanni fyrir áhorfendur og UFC sjálft.

spot_img
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Mest Lesið