spot_img
Thursday, November 7, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeBJJÍslandsmeistaramótið í BJJ fer fram um helgina.

Íslandsmeistaramótið í BJJ fer fram um helgina.

Íslandsmeistaramótið í BJJ fer fram um helgina. Keppt verður í fullorðinsflokki á laugardeginum en barna- og unglingaflokkar munu etja kappi á sunnudeginum. Mótið fer fram í húsakynnum Mjölnis.

Keppt verður í Gi að venju og eru 40 manns skráðir til leiks í fullorðinsflokkum. Mótshaldari og áhugamaður um sportið er spenntur fyrir deginum og tók sér tíma til að benda á nokkrar spennandi viðureignir sem áhorfendur geta leyft sér að hlakka til.

Sigurpáll, mótshaldari skrifar:

Sem skipuleggjandi og áhugamaður um sportið eru nokkrir flokkar sem ég er mjög spenntur fyrir. Ef við byrjum á að skoða -100 kg framhaldshópinn. Hann er algjörlega stacked. Þorgrímur betur þekktur sem Tobbi, reynslu mikill glímu og MMA kappi er skráður ásamat Hróa Trausta sem hefur verið virkur keppandi á senunni. Hrói er einnig að keppa í fyrsta skipti síðan hann var gráðaður í brúnt belti. Síðan er Tómas Pálsson, legendið sjálft, maðurinn á bakvið Atlantic AK. Svart belti og setur alltaf upp rosalegt show þegar hann keppir. Ekki má svo gleyma unga og efnilega Hallgrím sem var færður úr blá beltingaflokk. True underdog story in the making.

Síðan horfum við til -88 kg framhaldshóp. Hann er jafn vel stakkaður af efnilegum glímu köppum. Breki, sem hefur verið að keppa úti og sýnt frábæra takta og árangur á seinustu árum. Upprunarlega frá Akureyri en æfir nú í Mjölni og er einn af efnilegustu drengjum sem við höfum í dag. Villi “Turtle” er skráður þar líka, mikill reynslubolti og virkur keppandi. Einnig frá Akureyri og þeir Breki hafa oftar en einu sinni keppt fyrir gullinu.
Skemtileg viðbót er hann Tómas Guðmundsson. Þeir sem æfa í Mjölni vita hver hann er, en hann hefur verið staðsettur í Cali seinustu ár. Hann er með rosalega skarpa og góða tækni. Ekki jafn vel þekktur en maður hefur séð hann taka út menn á öllum levelum á æfingum. Klárlega gaman að fylgjast með honum. Síðan underdog flokksins er Emil Juan, hann var færður í blá beltis flokk. Aðeins 17 ára en fær að keppa og sanna sig gegn öllum hinum andstæðingunum í round-robin.

Sá kvennaflokkur sem ég er spenntastur fyrir sem áhorfandi er -74 framhaldshópurinn. Þar höfum við Heklu Maríu, fyrrum íslandsmeistari ’23 í opna flokk þar sem hún vann gegn mjög öflugum andstæðingum. Sigurdís frá VBC hefur verið láta heyra í sér, aðeins blátt belti en bætir upp fyrir það með keppnisskapi. Síðan er það hún Kristína Marsibil frá Akureyri. Hún leynir á sér. Rosalega öflug glímukona með góða tækni og sterkan vilja styrk.

Seinast en ekki síst er það hvít beltin okkar. -82 kg flokkurinn er 6 manna flokkur og eini flokkur mótsins sem er ekki round robin heldur double elimination flokkur. Hefur fengið viðurnefni “Flokkur Símónana” 3 af 6 keppendum heita Simon. Þar verða æsispennandi glímur þar sem fan favourites eru að keppa eins og Jón Fasth úr Fimmtu Lotunni og Þröstur Njálsson. Eins og flestir vita hefur verið mikil samkeppni þar á milli 😉.

Kannski ég bendi einnig á að +100 kg flokkur var sameinaður. Þar eru öflugir menn á borð við Diego sem er einn af okkar reyndustu glímu og MMA köppum og einnig Hallur Sigurðsson, blátt belti sem hefur sannarlega látið taka eftir sér á fyrri mótum. Þetta verður rosa clash of giants þarna.

Á sunnudeginum er svo Íslandsmeistaramót barna og unglinga. Þar eru skráðir rúmlega 100 keppendur! Það er langt umfram væntingarnar okkar. Rosalega ánægður að sjá svona marga keppendur og greinilegt að framtíðin er björt í glímustarfinu. Aðildarfélög er mjög stórt hrós skilið fyrir ungmennastarfið sitt og við bíðum spennt eftir að sjá alla keppa á sunnudeginum.

Hægt er að fylgjast með öllu mótinu á Smoothcomp hér: https://bji.smoothcomp.com/en/event/19927

spot_img
spot_img
spot_img
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular