Eftir erfiðan kafla á ferlinum hefur fyrrverandi UFC meistari í millivigtinni, Israel Adesanya, tekið róttæka ákvörðun um að rífa sjálfan sig upp með engum öðrum en goðsagnakennda David Goggins sér við hlið.
Goggins, fyrrverandi Navy SEAL, hefur tekið Adesanya undir sinn væng og sett hann í eitt erfiðasta æfingakerfi sem Adesanya hefur upplifað. Markmiðið er að endurheimta styrk, einbeitingu og grimmt hugarfar eftir þrjú töp í röð.
Í einni af æfingunum sem Adesanya deildi með aðdáendum á samfélagsmiðlum má sjá hann örmagnaðan, fallandi niður af stigavélinni og ælandi. Goggins er honum við hlið og hvetur hann áfram með sínum þekktu slagorðum eins og „Stay hard!“ og „No excuses!“
Adesanya kastaði upp í miðri æfingu en hélt samt áfram til að klára prógrammið. Slíkt andlegt þrek og harka eru það sem Goggins telur skilja hina góðu frá þeim stórkostlegu.
Síðustu bardagar Adesanya hafa verið svekkjandi. Tap gegn Nassourdine Imavov, Dricus Du Plessis og Alex Pereira hafa dregið úr stöðu hans sem ein af skærustu stjörnum UFC síðustu ára. En Adesanya hefur ekki gefist upp.
Hann tjáði sig nýlega um meiðsli, eins og rifið MCL (miðlæga liðbandið í hné) sem hann barðist með gegn Pereira árið 2023 – bardaga sem hann vann með glæsilegu rothöggi.
Þótt það sé ekki búið að staðfesta um næsta andstæðing Adesanya í UFC, eru vangaveltur um endurkomubardaga gegn Sean Strickland eða öðrum úr efstu röðum flokksins. Það verður spennandi að sjá hvernig Adesanya kemur til baka eftir æfingabúðir með David Goggins.