0

Jack Hermansson kemur í stað Yoel Romero og mæti Jacare

Mynd: MMA Viking.

Yoel Romero hefur því miður þurft að draga sig úr áætluðum bardaga gegn Ronaldo ‘Jacare’ Souza í apríl vegna veikinda. Í hans stað kemur Jack Hermansson.

Þeir Yoel Romero og Jacare Souza áttu að mætast í aðalbardaga kvöldsins á UFC bardagakvöldinu í Miami þann 27. apríl. Þetta átti að vera í annað sinn sem þeir mætast en fyrri bardagann vann Romero þegar þeir mættust 2015. Þá tók langan tíma að fá þá til að berjast en bardaginn féll tvisvar niður áður en þeir börðust loksins í desember 2015.

Nú átti að endurtaka leikinn en aftur hefur bardaginn verið felldur niður. Í þetta sinn er Yoel Romero að glíma við veikindi og getur því ekki barist. Í hans stað kemur norski Svíinn, Jack Hermansson, í hans stað.

Hermansson náði frábærum sigri um síðustu helgi þegar hann kláraði David Branch á 49 sekúndum. Hermansson hefur unnið þrjá bardaga í röð og situr í 10. sæti styrkleikalistans.

Jacare vill ólmur fá titilbardaga og hefur sagt að honum hafi verið lofað að fá titilbardaga með sigri. Jacare barðist síðast við Chris Weidman í nóvember og rotaði hann í 3. lotu. Biðin gætu þó orðið löng enda eiga þeir Kelvin Gastelum og Israel Adesanya að berjast um bráðabirgðartitilinn um næstu helgi. Sigurvegarinn þar mun svo mæta meistaranum Robert Whittaker. Hinn 39 ára gamli Jacare gæti þar af leiðandi þurft að bíða í dágóða stund áður en hann fær titilbardaga.

Pétur Marinó Jónsson

Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is

-Æft bardagaíþróttir í 6 ár (fjólublátt belti í BJJ)
-BS í sálfræði
-Lýsi UFC á Stöð 2 Sport
-MMA fíkill
Pétur Marinó Jónsson

Comments

comments

Pétur Marinó Jónsson

Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í 6 ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Stöð 2 Sport -MMA fíkill

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.