0

James Gallagher með sigur á heimavelli á Bellator 217

Bellator 217 fór fram í Dublin í gærkvöldi. Írinn James Gallagher var í aðalbardaga kvöldsins þar sem hann náði sigri í 1. lotu.

Íslandsvinurinn James Gallagher er umdeildur bardagamaður en hann tapaði í fyrsta sinn sem atvinnumaður í haust. Þar var hann rotaður í 1. lotu og hlakkaði í ansi mörgum við tapið. Gallagher komst þó aftur á sigurbraut í gær þegar hann kláraði Steven Graham með hengingu í 1. lotu.

Írunum gekk nokkuð vel á heimavelli í gær. Myles Price sigraði Peter Quelly eftir klofna dómaraákvörðun í næstsíðasta bardaga kvöldsins. Price æfði áður hjá SBG í Dublin en æfir í dag hjá AKA í San Jose ásamt Khabib Nurmagomedov og félögum. Price var kallaður ýmsum nöfnum í aðdraganda bardagans af aðdáendum og Quelly þar sem hann var að æfa með Khabib fyrir bardaga hans gegn Conor. Það var mikill hiti fyrir bardagann en Price fór með sigur af hólmi.

Kiefer Crosbie kláraði svo Daniel Olejniczak með hengingu í 1. lotu og Richie Smullen sigraði Adam Gustab eftir dómaraákvörðun. Charlie Ward rotaði Jamie Stephenson eftir aðeins 34 sekúndur í 1. lotu og hefur hann nú unnið þrjá bardaga í röð síðan hann var látinn fara úr UFC.

Öll önnur úrslit kvöldsins má sjá hér.

Pétur Marinó Jónsson

Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is

-Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ)
-BS í sálfræði
-Lýsi UFC á Stöð 2 Sport
-MMA fíkill
Pétur Marinó Jónsson

Latest posts by Pétur Marinó Jónsson (see all)

Comments

comments

Pétur Marinó Jónsson

Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Stöð 2 Sport -MMA fíkill

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.