0

Jeremy Stephens með geggjað svar til Conor ári eftir blaðamannafundinn fræga

Jeremy Stephens varð fyrir barðinu á frægum ummælum Conor McGregor fyrir ári síðan. Það tók ár að svara til baka en svarið var ansi gott.

Á sérstökum blaðamannafundi fyrir UFC 205 í fyrra voru allar stjörnur bardagakvöldsins samankomnar á stóra sviðinu. Er Conor var spurður hver af bardagamönnunum á sviðinu myndi veita honum erfiðasta bardagann skaut Jeremy Stephens inn í að það væri hann. Conor svaraði um hæl og spurði hver í fjandanum þetta væri eins og frægt er.

Þessi setning hefur fylgt báðum bardagamönnum síðan þá og voru þetta ein af frægustu ummælum Conor.

Jeremy Stephens kom með frábært svar í gær á Twitter þar sem hann stillir sér upp með mömmu Conor McGregor.

Jeremy Stephens berst í fjaðurvigt UFC en þar var Conor McGregor meistari er blaðamannafundurinn fór fram. Hann hefur síðan þá verið sviptur titlinum en er ennþá léttvigtarmeistari UFC.

Pétur Marinó Jónsson

Pétur Marinó Jónsson

Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is

-Æft bardagaíþróttir í 6 ár (fjólublátt belti í BJJ)
-BS í sálfræði
-Lýsi UFC á Stöð 2 Sport
-MMA fíkill
Pétur Marinó Jónsson

Latest posts by Pétur Marinó Jónsson (see all)

Comments

comments

Pétur Marinó Jónsson

Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í 6 ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Stöð 2 Sport -MMA fíkill

Leave a Reply