0

Joanna Jedrzejczyk mætir Rose Namajunas á UFC 217

Þriðji titilbardaginn á UFC 217 var að bætast við. Joanna Jedrzejczyk mun freista þess að verja strávigtartitil sinn er hún mætir Rose Namajunas.

UFC 217 verður stórt kvöld en bardagakvöldið fer fram í Madison Square Garden í New York. Fyrir hafði UFC staðfest titilbardaga Michael Bisping gegn Georges St. Pierre í millivigt og titilbardaga Gody Garbrandt gegn T.J. Dillashaw í bantamvigt.

Síðast sáum við Joanna Jedrzejczyk sigra Jessicu Andrade á UFC 211 og hefur hún núna varið beltið í fimm skipti. Rose Namajunas hefur unnið fjóra af síðustu fimm bardögum sínum en síðast sigraði hún Michelle Waterson í apríl.

UFC 217 fer fram þann 4. nóvember og verður þetta eitt stærsta bardagakvöld ársins.

Pétur Marinó Jónsson

Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is

-Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ)
-BS í sálfræði
-Lýsi UFC á Stöð 2 Sport
-MMA fíkill
Pétur Marinó Jónsson

Comments

comments

Pétur Marinó Jónsson

Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Stöð 2 Sport -MMA fíkill

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.