Saturday, April 20, 2024
HomeErlentJoanna Jedrzejczyk og Valentina Shevchenko mætast á UFC 231

Joanna Jedrzejczyk og Valentina Shevchenko mætast á UFC 231

UFC tilkynnti í gær titilbardaga í fluguvigt kvenna á milli Joanna Jedrzejczyk og Valentinu Shevchenko. Bardaginn fer fram á UFC 231 í Toronto í desember.

Fluguvigt kvenna í UFC hefur farið fremur rólega af stað. Nicco Montano vann 26. seríu TUF og var krýnd fyrsti fluguvigtarmeistari kvenna í UFC. Hún var síðan lengi frá vegna meiðsla og þegar hún átti svo loksins að verja beltið í september gegn Shevchenko fékk hún nýrnabilun daginn fyrir bardagann og gat ekki barist. UFC gafst upp á Montano og svipti hana titlinum.

Titillinn er því laus og munu þær Joanna Jedrzejczyk og Valentina Shevchenko berjast um titilinn. Joanna var auðvitað strávigtarmeistari UFC í dágóðan tíma en hefur nú tvisvar tapað fyrir ríkjandi meistara, Rose Namajunas. Hún fer því upp um flokk til að taka nýja áskorun.

Valentina Shevchenko barðist um bantamvigtartitil kvenna í fyrra en eftir sitt annað tap gegn Amöndu Nunes fór hún niður í fluguvigt. Í sínum fyrsta bardaga þar gjörsigraði hún Priscila Cachoeira og fékk titilbardagann gegn Montano á UFC 228.

Þær hafa þrisvar áður mæst í Muay Thai þar sem Shevchenko sigraði hana í öll skiptin. Það verður því áhugavert að sjá hvað gerist á UFC 231 þann 8. desember.

Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

- Advertisment -

Most Popular