Tuesday, September 10, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentJon Jones með 4 jákvæð lyfjapróf en fær að keppa - sama...

Jon Jones með 4 jákvæð lyfjapróf en fær að keppa – sama efni og áður 

Lyfjaprófasaga Jon Jones ætlar engan endi að taka. Nú hefur NAC gefið það út að fjögur nýlega lyfjapróf Jones hafi verið jákvæð.

Í aðdraganda bardaga Jon Jones gegn Alexander Gustafsson í lok desember í fyrra fundust leyfar af anabólíska steranum turinabol í nokkrum lyfjaprófum Jon Jones. Magnið var í píkógrömmum og telja sérfræðingar að þetta séu leyfar af sömu inntöku og Jones fékk bann fyrir í júlí 2017. Jones fékk því að keppa á UFC 232 gegn Gustafsson og sigraði. Ákvörðunin um að leyfa Jones að keppa var gríðarlega umdeild en ekki er hægt að refsa keppendum tvisvar fyrir sama brot.

Jones mætir Anthony Smith um helgina á UFC 235 og hefur verið tekinn í lyfjapróf af þremur mismunandi aðilum í aðdraganda bardagans. USADA heldur áfram að taka hann í lyfjapróf enda sjá þeir um lyfjamál UFC, VADA (Voluntary Anti-Doping Associaction) tekur hann í lyfjapróf fyrir íþróttasambandið í Kaliforníu (CSAC) og íþróttasambandið í Nevada (NAC) tekur hann einnig í lyfjapróf. Jones greiðir sjálfur fyrir lyfjaprófin sem tekin eru af CSAC og NAC.

Sérfræðingar í lyfjamálum vilja vita meira um þessar óvenjulegu niðurstöður Jones enda eru píkógrömm af steranum að finnast stundum og stundum ekki. Allir sérfræðingarnir vilja meina að núverandi fræði geti ómögulega sagt hversu lengi langtímaleyfar af turinabol geti fundist í íþróttamanni eftir inntöku.

Nú hefur NAC gefið það út að nokkur píkógrömm af sama steranum fundust í lyfjaprófum Jones þann 14. og 15. febrúar.

Dr. Daniel Eichner, framkvæmdastjóri SMRTL rannsóknarstofunnar, hefur sagt að það séu líkt og áður engin ummerki um nýja inntöku á efninu. Þá hefur hann einnig sagt að magnið sé það lítið að áhrifin séu ekki frammistöðubætandi.

NAC gaf út hvenær síðustu lyfjapróf voru tekin og hvort eitthvað hafi fundist.

28. desember: Langtímaleyfar af Turinabol finnast (VADA fyrir CSAC)
29. desember: Ekkert finnst (USADA og CSAC)
6. janúar: Langtímaleyfar af Turinabol finnast (VADA fyrir CSAC)
7. janúar: Langtímaleyfar af Turinabol finnast (VADA fyrir CSAC)
13. janúar: Ekkert finnst (VADA fyrir CSAC)
1. febrúar: Ekkert finnst (USADA)
9. febrúar: Ekkert finnst (VADA fyrir CSAC)
14. febrúar: Langtímaleyfar af Turinabol finnast (NAC)
15. febrúar: Langtímaleyfar af Turinabol finnast (NAC)
18. febrúar: Ekkert finnst (VADA fyrir NAC)
23. febrúar: Yfirvofandi (USADA)

Jones hefur verið tekinn níu sinnum í lyfjapróf síðan hann barðist á UFC 232 sem er að meðaltali eitt lyfjapróf á viku. Fimm af þeim hafa sýnt hreinar niðurstöður á meðan fjögur hafa komið jákvæð með sama steranum. Lyfjaprófin hafa engin áhrif á bardaga Jones um helgina gegn Anthony Smith og er því bardaginn enn á dagskrá.

spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

- Advertisment -spot_img

Most Popular