Friday, March 29, 2024
HomeErlentJon Jones sleppur með 15 mánaða bann - gæti barist í nóvember

Jon Jones sleppur með 15 mánaða bann – gæti barist í nóvember

Jon Jones hefur nú fengið 15 mánaða keppnisbann frá USADA. Bann Jones nær frá júlí í fyrra og klárar hann því bannið í næsta mánuði.

Jon Jones fékk 15 mánaða bann frá gerðardómi USADA en USADA sér um öll lyfjamál UFC. Jones féll á lyfjaprófi í júlí 2017 þar sem anabólískur steri fannst í lyfjaprófi sem tekið var daginn fyrir bardaga hans gegn Daniel Cormier.

Bannið nær frá lyfjaprófinu þann 28. júlí og klárast því 15 mánaða bannið þann 28. október næstkomandi. Þar með getur hann barist á UFC 230 þann 3. nóvember en bardagakvöldið fer fram í Madison Square Garden. Enn vantar aðalbardaga kvöldsins á UFC 230 og má telja það ansi líklegt að Jones, sem ólst upp í New York, muni vera í aðalbardaga kvöldsins.

Jones hefði átt að fá mun lengra bann þar sem þetta var hans annað lyfjabrot undir USADA. Úrskurðurinn tók hins vegar til hliðsjónar að Jones hefði staðist öll óvæntu lyfjaprófin sem hann var tekinn í fyrir bardagann en féll á eina lyfjaprófinu sem hann vissi nákvæmlega hvenær færi fram. Jones var tekinn í átta lyfjapróf á tíu mánuðum í aðdraganda UFC 214 (þar sem hann sigraði Daniel Cormier) en féll á lyfjaprófinu sem var tekið eftir vigtun daginn fyrir bardagann.

Jones hélt allan tímann fram sakleysi sínu og taldi að efnið hefði komið úr fæðubótarefni. USADA fann þó ekkert í þeim tugum fæðubótarefna sem Jones sendi til prófunar hjá USADA. USADA mat það sem svo að enginn ásetningur var til staðar og því fær hann styttra bann.

Gerðardómurinn taldi því að Jones hefði ekki viljandi innbyrt frammistöðubætandi efni og fékk því aðeins 15 mánaða bann.

Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

- Advertisment -

Most Popular