0

Kamaru Usman fer upp fyrir Gunnar á styrkleikalistanum

Gunnar Nelson hefur fallið niður um eitt sæti á nýjasta styrkleikalista UFC í veltivigtinni. Á nýjasta styrkleikalistanum er Kamaru Usman kominn upp fyrir Gunnar.

Nýr listi kom í gær en þar er Kamaru Usman kominn í 11. sætið þar sem Gunnar var. Gunnar skipar nú 12. sætið. Usman sigraði nýverið Sergio Moraes með rothöggi en það var hans sjötti sigur í röð í UFC.

Jessica Andrade er hástökkvari vikunnar en hún fór upp um þrjú sæti eftir sigurinn á Claudiu Gadelha um síðustu helgi. Andrade er nú í 1. listans í strávigtinni á eftir meistaranum Joanna Jedrzejczyk.

Gunnar var í 8. sæti listans en eftir tapið gegn Santiago Ponzinibbio féll hann niður í 11. sæti. Styrkleikalistinn er samansettur af fjölmiðlamönnum víðs vegar um heiminn og kemur nýr listi nokkrum dögum eftir hvern viðburð UFC. Þar raða fjölmiðlamenn 15 bestu áskorendunum á eftir meistaranum í hverjum flokki fyrir sig.

Aðeins 16 fjölmiðlamenn taka þátt í uppröðun listans en flestir af virtustu fjölmiðlamönnunum MMA heimsins hafa sagt sig úr valinu. Listana í öllum þyngdarflokkum UFC má sjá hér.

Pétur Marinó Jónsson

Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is

-Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ)
-BS í sálfræði
-Lýsi UFC á Stöð 2 Sport
-MMA fíkill
Pétur Marinó Jónsson

Comments

comments

Pétur Marinó Jónsson

Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Stöð 2 Sport -MMA fíkill

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.