Friday, April 19, 2024
HomeErlentKhabib deilir við rússneskar rappstjörnur á samfélagsmiðlum

Khabib deilir við rússneskar rappstjörnur á samfélagsmiðlum

Khabib Nurmagomedov er sem stendur að undirbúa sig fyrir bardagann stóra gegn Conor McGregor. Khabib hefur undanfarnar vikur átt í umdeildum orðaskiptum á samfélagsmiðlum við rússneskar rappstjörnur.

Khabib er fæddur og uppalinn í Dagestan og er strangtrúaður Múslimi. Deilurnar eiga upphaf sitt að rekja til færslu Khabib á Instagram í ágúst. Khabib póstaði myndbandi af rapptónleikum í Dagestan og skrifaði við færsluna; „Dagestan í dag. Er þetta það sem okkar kynslóð fékk frá forfeðrum okkar?“

 

View this post on Instagram

 

Современный Дагестан. Разве это завещали нам праведные предшественники.

A post shared by Khabib Nurmagomedov (@khabib_nurmagomedov) on

Khabib er afar vinsæll í Rússlandi og mikil fyrirmynd. Khabib er ekki aðdáandi tónlistar sem inniheldur texta sem er ekki í samræmi við hans trúarskoðanir. Þessi færsla hans vakti upp miklar deilur á samfélagsmiðlum í Rússlandi og víðar. Deilurnar eru sagðar hafa átt stóran þátt í aflýsingu tónleika rapparans Igor Krid í höfuðborg Dagestan, Makhachkala, í september. Tónleikahaldarar hættu við tónleikana vegna öryggisráðstafana og rapparinn Krid segist aldrei hafa fengið jafn margar hótanir áður.

Khabib brást við aflýsingu tónleikanna með færslu á Instagram Story og sagði þetta ekki vera mikinn missi fyrir höfuðborgina.

Rússneska rappstjarnan Timati starfar með Krid og kom Krid til varnar á Instagram.

„Ég skil að sum lög sem fjalla um ást séu ekki þér [Khabib] að skapi. En þú verður að virða skoðanir annarra. Það er ekki rétt að mótmæla heimsóknum tónlistarmanna af því að listamennirnir eru ekki þér að skapi. Við erum ekki að hvetja neinn til að sniðganga bardagana þína. Það væri fáranlegt,“ sagði Timati.

 

View this post on Instagram

 

@khabib_nurmagomedov

A post shared by Black Star (@timatiofficial) on

Khabib svaraði skömmu síðar og sparaði ekki stóru orðin. „Ruslið mun borga fyrir orðin sín, ég er of upptekinn fyrir þig. Að segja að ég hafi ekki rétt á að hafa mína skoðun er fáranlegt. Þú getur haldið þína tónleika á hverjum degi en þetta eru mínar lífsreglur og ég mun alltaf segja mína skoðun. Að lokum vil ég ávarpa karlmenn í Dagestan. Margt hefur farið á mis og margt mun aldrei koma til baka en við berum ábyrgð á framtíð lýðveldisins. Það erum við, aðeins við, sem berum ábyrgð en ekki þessir tittlingar sem segjast vilja eitthvað.“

Heimild: RT

Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

- Advertisment -

Most Popular