0

Khabib sagður fá 6 milljónir dollara fyrir bardagann á UFC 242

Khabib Nurmagomedov er sagður fá að minnsta kosti 6 milljónir dollara fyrir bardagann gegn Dustin Poirier á UFC 242.

Khabib Nurmagomedov er einn allra besti bardagamaður heims um þessar mundir og verður í aðalbardaganum á UFC 242. Bardaginn fer fram í Abu Dhabi og snýst allt um Khabib á kvöldinu,

Síðast þegar Khabib barðist sigraði hann Conor McGregor. Fyrir þann bardaga fékk hann 2 milljónir dollara í uppgefnum launum. Pabbi Khabib, Abdulmanap Nurmagomedov, segir að Khabib muni fá að minnsta kosti 6 milljónir dollara (um 760 milljónir íslenskra króna) fyrir bardagann núna.

„Í þetta sinn fær hann þrefalt meira en síðast. Við erum ekki að berjast hérna fyrir einhverja smáaura og við vitum hvers virði við erum. 2 milljónir er of lítið fyrir okkur þar sem við erum þeir bestu núna. Við höfum unnið þá bestu og ætlum að halda því áfram,“ sagði Abdulmanap í samtali við TASS.

Ekki eru þetta þó uppgefnar tölur samkvæmt UFC og óvíst hvort einhverjir bónusar séu taldir upp eða ekki.

Pétur Marinó Jónsson

Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is

-Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ)
-BS í sálfræði
-Lýsi UFC á Stöð 2 Sport
-MMA fíkill
Pétur Marinó Jónsson

Comments

comments

Pétur Marinó Jónsson

Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Stöð 2 Sport -MMA fíkill

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.