Wednesday, April 24, 2024
HomeErlentKhabib stuttorður við blaðamenn eftir bardagann

Khabib stuttorður við blaðamenn eftir bardagann

Khabib Nurmagomedov var afar stuttorður þegar hann ræddi við fjölmiðla eftir UFC 229. Khabib svaraði engum spurningum og kom með stutta yfirlýsingu.

„Fyrst og fremst vil ég biðja íþróttasamband Nevada afsökunar og Vegas. Þetta var ekki mín besta hlið,“ sagði Khabib.

„Hann talaði um trú mína, hann talaði um landið mitt, hann talaði um föður minn, hann kom til Brooklyn og braut rútuna. Hann drap næstum því nokkra. Hafið áhyggjur af því. Af hverju er fólk að tala um að ég hafi stokkið yfir búrið?“

„Þessi íþrótt snýst um virðingu. Þetta er ekki íþrótt um skítkast. Ég vil breyta leiknum. Ég vil ekki að menn tali illa um andstæðinginn, um feður, um trú. Þú mátt ekki tala um trú og þjóðerni. Þú mátt ekki tala um þetta.“

Khabib sagði að lokum að Vladimir Putin, forseti Rússlands, hefði hringt í sig og óskað sér til hamingju með sigurinn. Khabib svaraði því engum spurningum fjölmiðla og yfirgaf blaðamannafundinn með beltið.

Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

- Advertisment -

Most Popular