Thursday, March 28, 2024
HomeErlentLuke Rockhold skilur ekki hvers vegna Anthony Smith fékk titilbardaga

Luke Rockhold skilur ekki hvers vegna Anthony Smith fékk titilbardaga

Luke Rockhold ætlar upp í léttþungavigt og eru dagar hans í millivigt taldir. Rockhold vill fá topp andstæðing í frumraun sinni í léttþungavigt.

Luke Rockhold varð millivigtarmeistari með sigri á Chris Weidman í desember 2015. Síðan þá hefur hann bara tekið þrjá bardaga á þremur árum og er niðurstaðan tvö töp og einn sigur.

Nú ætlar hann að fara upp í léttþungavigt og býst við að berjast í mars eða apríl. Rockhold á erfitt með að skilja hvernig Anthony Smith fékk titilbardaga en Smith mætir Jon Jones á UFC 235 í mars.

„Anthony Smith var að fá titilbardaga og hann var ekki nálægt topp 10 í millivigtinni. Bardaginn endist ekki út 1. lotu. Ég skil ekki hvers vegna þeir settu þennan bardaga saman,“ sagði Luke Rockhold í The MMA Hour á mánudaginn. Rockhold telur að leiðin að titilbardaga í léttþungavigtinni verði auðveldari en í millivigt.

„Corey Anderson gæti enst nokkrar lotur gegn Jones. Ég held að Jan sé sennilega sá harðasti, bara harður gaur sem endist. Ekkert svakalega tæknilegur en harður.“

Rockhold hefur verið að horfa í kringum sig og vill fá toppandstæðing svo hann fái titilbardaga í náinni framtíð. Rockhold er helst að horfa til Corey Anderson fyrir frumraun sína í léttþungavigt. Rockhold telur það vera betri bardagi fyrir sig heldur en Alexander Gustafsson að þessu sinni.

Það er mikið um að vera í léttþungavigtinni núna. Jan Blachowicz mætir Thiago Santos í febrúar og þá eru þeir Dominick Reyes og Volkan Oezdemir á leið í búrið í London.

Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

- Advertisment -

Most Popular