spot_img
Sunday, November 16, 2025
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentMackenzie Dern er nýr strávigtarmeistari!

Mackenzie Dern er nýr strávigtarmeistari!

Mackenzie Dern er nýr meistari í 115 punda flokki eftir að hafa unnið Virna Jandiroba með einróma dómaraákvörðun í co main event á UFC 321 í Etihad Arena. Dómarar dæmdu bardagann 48–47, 48–47 og 49–46 Dern í vil.

Þetta var í annað sinn sem þær mættust, en Dern hafði einnig haft betur í fyrri viðureign þeirra árið 2020. Titillinn var laus eftir að fyrrverandi meistari Zhang Weili ákvað að flytja sig upp í fluguvigt til að mæta Valentinu Shevchenko á UFC 322.

Virna Jandiroba, sem hafði unnið fimm bardaga í röð og tryggt sér sess í titilbaráttunni, byrjaði bardagann vel og reyndi að nýta glímuna sína til að stjórna hraðanum. Dern sýndi hins vegar mikla framför í striking-tækni og hélt uppi stöðugri pressu í síðari lotunum.

Eftir bardagann sagði Dern að sigurinn væri hápunktur ferils síns:

„Ég vissi alltaf að þetta myndi gerast á réttum tíma. Ég vildi sanna að ég gæti orðið meistari, ekki bara í gólfinu heldur í öllum þáttum bardagans,“ sagði hún með tár í augum.

Dern tók einnig fram að hún og Fabricio Werdum væru, að hennar vitund, einu bardagamennirnir sem hafa unnið titla í UFC, ADCC og IBJJF, sem undirstrikar bakgrunn hennar sem einn fremsta jiu-jitsu keppanda heims.

Tárvot stund fylgdi þegar dóttir hennar, Moa, gekk inn í búrið til að fagna með móður sinni — mynd sem hefur verið mikið deilt á samfélagsmiðlum.

spot_img
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Mest Lesið