Saturday, April 20, 2024
HomeErlentMánudagshugleiðingar eftir UFC Fight Night: Santos vs. Anders

Mánudagshugleiðingar eftir UFC Fight Night: Santos vs. Anders

Síðast voru það Rússarnir en nú var röðin komin að Brössunum en við skulum rifja upp nokkuð skemmtilegt UFC kvöld í Sao Paulo í Brasilíu sem átti sér stað um helgina.

Stór stund fyrir Thiago Santos

Aðalbardagi kvöldins fór í gegnum margar breytingar eins og farið var yfir í ástæðum til að horfa á kvöldið. Niðurstaðan var viðureign Thiago Santos gegn Eryk Anders en bardaginn var ágætis skemmtun. Anders reyndi að koma Santos í gólfið en Santos varðist vel og kom inn bombum sem endaði með því að Anders átti ekkert eftir þegar lúðurinn hljómaði í lok þriðju lotu. Bardaginn var blessunarlega stöðvaður en í 16 bardögum í UFC var þetta sennilega stærsti sigur Santos. Þarna hann var hann í aðalbardaga í sínu heimalandi og gæti verið orðin lítil stjarna þar.

Það er spurning hversu langt Santos getur farið. Hingað til hefur hann verið álitinn hliðarvörður með skemmtilegan stíl og sennilega mun hann aldrei ná upp í topp baráttuna í millivigt eða léttþungavigt. Með þessum bardaga gæti hann hins vegar verið orðinn nægilega vinsæll til að vera oftar í aðalbardaga minni bardagakvölda.

Brassarnir sigursælir

Það er sennilega aldrei góð hugmynd að berjast við Brasilíumann á heimavelli. Kannski fengu þeir heppilega andstæðinga en niðurstaðan var mjög góð fyrir heimamenn að þessu sinni. Alex Oliveira afgreiddi Carlo Pedersoli á innan við mínútu, „Little Nog“ Nogueira rotaði Sam Alvey, Charles Oliveira kyrkti Christos Giagos, Sergio Moraes náði Ben Saunders í „arm triangle“, Thales Leites útboxaði Hector Lombard og Francisco Trinaldo gerði út af við Evan Dunham með rosalegu hnéi í skrokkinn.

Talandi um Evan Dunham. Bardagi helgarinnar var hans síðasti á ferlinum, þ.e. þar til Scott Coker hringir. Dunham var aldrei einn af þeim allra bestu en hann var alltaf hættulegur og skemmtilegur að horfa á. Hann barðist samtals 27 sinnum í MMA, þar af 20 sinnum í UFC. Hann sigraði meðal annarra Efrain Escudero, Tyson Griffin, Nik Lentz, Gleison Tibau, Ross Pearson, Joe Lauzon og Rick Glenn. Dunham var alhliða góður bardagamaður, með svart belti í Jiu-Jitsu og góður boxari. Við hér þökkum Dunham fyrir góðar stundir og óskum honum góðs gengis.

Efnilegir nýliðar

Á þessu kvöldi voru nokkrir áhugaverðir nýliðar sem stóðu sig vel. Fyrrverandi Invicta meistarinn Lívia Renata Souza afgreiddi sinn andstæðing á rétt rúmri mínútu. Souza gæti orðið skemmtileg viðbót í frábæran þyngdarflokk, strávigt kvenna. Ryan Spann, sem stóð sig vel í The Contender Series, sigraði hinn erfiða Luis Henrique (á heimavelli) og leit almennt mjög vel út. Kannski verður hann eitthvað nafn í léttþungavigt en hann er aðeins 27 ára gamall. Að lokum verður að minnast á Andre Ewell sem gerði sér lítið fyrir í sínum fyrsta bardaga í UFC og sigraði sjálfan Renan Barao (líka á heimavelli) sem er ekkert smá afrek.

Næstu helgi er ekkert UFC bardagakvöld sem verður bara fín pása fyrir Conor-Khabib þann 6. október.

RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

- Advertisment -

Most Popular