0

Marc Goddard biðst afsökunar á að hafa misst af augnpotinu

Dómarinn Marc Goddard baðst afsökunar á að hafa ekki séð augnpotið í bardaga Daniel Cormier og Stipe Miocic í nótt.

Stipe Miocic sigraði Daniel Cormier eftir dómaraákvörðun á UFC 252 í nótt. Í 1. lotu potaði Cormier óviljandi í auga Miocic. Dómarinn Marc Goddard sá augnpotið og gaf Cormier viðvörun.

Í þriðju lotu potaði Miocic síðan óvart í auga Cormier en það sá Goddard ekki og gerði ekki hlé á bardaganum. Cormier kvartaði en Goddard sagði að þetta hefði verið högg.

Auga Cormier varð strax bólgið en eftir bardagann kvaðst hann hafa séð lítið sem ekkert út um augað eftir 3. lotu. Augnpot hafa átt sér stað í öllum þremur bardögum Miocic og Cormier en eftir síðasta bardaga þurfti Miocic að fara í aðgerð á auga eftir augnpot í bardaganum.

Goddard sendi frá sér yfirlýsingu í dag þar sem hann baðst afsökunar á mistökum sínum. Goddard sagðist ekki geta „dæmt það sem hann sér ekki“ enda hélt hann að þetta hefði ekki verið augnpot.

Cormier fór upp á spítala eftir bardagann þar sem hann fór í skoðun á auganu en var útskrifaður síðar um kvöldið.

Pétur Marinó Jónsson
Latest posts by Pétur Marinó Jónsson (see all)

Pétur Marinó Jónsson

Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Stöð 2 Sport -MMA fíkill

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.