Tuesday, September 10, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentMeerschaert jafnar Anderson Silva

Meerschaert jafnar Anderson Silva

UFC-kempan Gerald “GM3” Meerschaert steig inn í búrið um helgina á nett skemmtilegu UFC Apex-kvöldi. Meerschaert þótti ekki sigurstranglegur komandi inn í bardagann en hann mætti ungviðinu Edmen Shahbazyan. Meerschaert sigraði Edmen með head n arm choke í annarri lotu og eignaðist þar með metið yfir flest finishes í sögu millivigtarinnar í UFC.

Meerschaert (37 – 17) þótti ekki sigurstranglegur fyrir bardagann og var Edmen Shahbazyan nálægt því að klára bardagann í fyrstu lotu en dómarinn gaf Meerschaert góðan séns til að jafna sig eftir þungt högg frá Shahbazyan ásamt meðfylgjandi ground n’ pound. Shahbazyan gerði svo þau skelfilegu mistök að hætta sér í guardið hans Meerschaert í annarri lotu og varð það hans banabiti. GM3 snéri stöðunni við og læsti Shahbazyan í Head n’ arm choke.

Með þessum sigri komst Meerschaert yfir goðsögnina Anderson Silva yfir flest finishes í sögu millivigtarinnar. GM3 segist ekki vera hættur að berjast og má búast við að hann stígi inn í búrið aftur á árinu. Eftir sigurinn á Shahbazyan kallaði GM3 eftir Skotanum Paul Craig sem er einnig þekktur fyrir hrikalega góða glímu og er jafnframt hættulegur í sömu stöðum og Meerschaert. Það væri klárlega skemmtilegur bardagi að sjá.

spot_img
spot_img
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

- Advertisment -spot_img

Most Popular