Friday, April 19, 2024
HomeErlentMichael Chiesa kærir Conor fyrir rútuárásina

Michael Chiesa kærir Conor fyrir rútuárásina

Michael Chiesa með skurðinn.

UFC bardagamaðurinn Michael Chiesa hefur kært Conor McGregor fyrir rútúárásina í apríl. Chiesa fékk skurð á ennið í árásinni og gat ekki barist tveimur dögum síðar eins og til stóð.

Michael Chiesa átti að mæta Anthony Pettis á UFC 223 í apríl. Tveimur dögum fyrir bardagakvöldið réðst Conor McGregor á rútuna sem innihélt Khabib Nurmagomedov. Conor kastaði trillu í gegnum rúðu rútunnar og rigndi glerbrotum yfir Chiesa. Chiesa fékk skurð á ennið og mátti ekki keppa gegn Anthony Pettis.

Conor McGregor viðurkenndi brot sín í ágúst og slapp við fangelsisdóm. Chiesa hefur nú höfðað einkamál á hendur Conor og Barclays Center höllinni þar sem atburðarrásin fór fram. Chiesa vill fá bætur fyrir „árás, líkamsárás og hafa vísvitandi valdið honum tilfinningalegu álagi,“ segir í kærunni. Árásin hafi valdið honum „alvarlegu tilfinningalegu uppnámi og andlegum og líkamlegum áverkum.“

Chiesa er einnig að höfða mál gegn Barclays Center fyrir vanrækslu í öryggisstörfum. Chiesa vill fá bætur fyrir tekjumissi en ekki er vitað hve miklar bætur hann vill fá en frá þessu greinir MMA Nytt.

Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

- Advertisment -

Most Popular