0

Mjölnir Open 13 úrslit

Mjölnir Open 13 fór fram í dag í húsakynnum Mjölnis. Þau Halldór Logi Valsson og Karlotta Baldvinsdóttir sigruðu opnu flokkana í ár.

Þetta er í fyrsta sinn sem þau Halldór og Karlotta vinna opnu flokkana og hafa því ný nöfn bæst á bikarinn. Tæplega 60 keppendur voru skráðir til leiks í ár frá fimm félögum.

Margar glæsilegar glímur litu dagsins ljós á mótinu í ár en sigurvegarana í öllum flokkum má sjá hér að neðan. Á vef Smoothcomp má sjá nánar hvernig glímurnar fóru.

Að lokum má nefna að Mjölnir Open unglinga fer fram á morgun.

-60 kg flokkur kvenna

1. sæti: Ingibjörg Birna Ársælsdóttir (Mjölnir)
2. sæti: Aniko Volentics (Mjölnir)

+60 kg flokkur kvenna

1. sæti: Karlotta Baldvinsdóttir (VBC)
2. sæti: Margrét Ýr Sigurjónsdóttir (Mjölnir)
3. sæti: Heiðrún Fjóla Pálsdóttir (Sleipnir)

-77 kg flokkur karla

1. sæti: Ómar Yamak (Mjölnir)
2. sæti: Valentin Fels Camilleri (Mjölnir)
3. sæti: Valdimar Torfason (Mjölnir)

-88 kg flokkur karla

1. sæti: Halldór Logi Valsson (Mjölnir)
2. sæti: Bjarki Þór Pálsson (RVK MMA)
3. sæti: Guðlaugur Einarsson (Mjölnir)

-99 kg flokkur karla

1. sæti: Marek Bujlo (Mjölnir)
2. sæti: Bjarni Kristjánsson (Mjölnir)
3. sæti: Hrólfur Ólafsson (Mjölnir)

+99 kg flokkur karla

1. sæti: Eggert Djaffer Si Said (Mjölnir)
2. sæti: Brynjar Ellertsson (Mjölnir)
3. sæti: Pétur Jóhannes Óskarsson (Mjölnir)

Opinn flokkur kvenna

1. sæti: Karlotta Baldvinsdóttir (VBC)
2. sæti: Heiðrún Fjóla Pálsdóttir (Sleipnir)
3. sæti: Ingibjörg Birna Ársælsdóttir (Mjölnir)

Opinn flokkur karla

1. sæti: Halldór Logi Valsson (Mjölnir)
2. sæti: Marek Bujlo (Mjölnir)
3. sæti: Bjarki Þór Pálsson (RVK MMA)

Pétur Marinó Jónsson

Pétur Marinó Jónsson

Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.