spot_img
Thursday, June 19, 2025
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentMorales keyrði í gegnum Burns

Morales keyrði í gegnum Burns

Michael Morales gerði það sem engum hefur tekist hingað til og það er að gjörsamlega valta yfir Gilbert Burns. Burns hefur mikla reynslu á hæsta stigi en Morales lét þetta líta auðveldlega út. Herb Dean dómari stöðvaði bardagann eftir tæpar fjórar mínútur en hefði í raun mátt gera það fyrr því Burns var löngu tilbúinn að hætta.

Þeir voru smá stund að þreifa fyrir sér en þegar Morales skrúfaði upp ákafann var ljóst að Burns væri ekki að fara að ná að standa með honum. Burns reyndi fellu sem skilaði litlum árangri, Morales komst strax á fætur og lenti svo þungum höggum sem Burns átti erfitt með að eiga við. Burns var í raun bara að verjast og ekki að kasta neinu út af ráði eftir ákveðinn tímapunkt, Herb Dean hefði alveg mátt stöðva bardagann fyrr.

spot_img
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Mest Lesið