0

Mynd: Aldo fór í lyfjapróf í gær – Sendi McGregor tóninn

Jose Aldo fór í lyfjapróf í gær samkvæmt Instagram reikningi hans. Á myndinni lætur hann McGregor heyra það og segist vera tilbúinn til að fara í lyfjapróf í hverri viku.

Síðast þegar Aldo fór í lyfjapróf gekk framkvæmdin vægast sagt illa. Jose Aldo, Andre Pederneiras þjálfari Aldo og Drug Free Sports sem framkvæmdi lyfjaprófið voru réttilega gagnrýnd en nú virðist framkvæmdin hafa gengið mun betur undir handleiðslu USADA.

Jose Aldo fór í lyfjapróf í gær hjá USADA og nýtti tækifærið til að birta mynd á Instagram ásamt skilaboðum til Conor McGregor. Þeir Aldo og McGregor mætast á UFC 194 þann 12. desember en sama kvöld mætir Gunnar Nelson Demian Maia.

jose aldo instagram

Pétur Marinó Jónsson

Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is

-Æft bardagaíþróttir í 6 ár (fjólublátt belti í BJJ)
-BS í sálfræði
-Lýsi UFC á Stöð 2 Sport
-MMA fíkill
Pétur Marinó Jónsson

Comments

comments

Pétur Marinó Jónsson

Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í 6 ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Stöð 2 Sport -MMA fíkill

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.