Íslenska hnefaleikalandsliðið náði góðum árangri á sterki ungmennamóti í Finnlandi um helgina. Íslenski hópurinn kemur heim með þrjú gull, eitt silfur og þrjú brons. Kormákur Steinn Jónsson frá Hnefaleikafélagi Kópavogs, og Ronald Bjarki Mánason og Hilmar Þorvarðarson frá Hnefaleikafélagi Reykjavíkur unnu til gullverðlauna en MMA Fréttir fjallaði um mótið í vikunni: https://mmafrettir.is/thrju-gull-a-islenska-landslidshopinn-a-pirkka-i-finnlandi/
Máni Hrafnsson ljósmyndari og faðir Ronalds Bjarka ferðaðist út með hópnum og ljósmyndaði bardagana. Við fengum hann til að velja nokkrar góðar og deila með okkur.


























