0

Myndband: Fékk klippingu í miðjum bardaga

UFC hélt bardagakvöld í Albany í New York á föstudaginn. Shane Burgos mætti þá Tiago Trator og fékk klippingu áður en þriðja lotan byrjaði.

Þetta er sennilega í fyrsta sinn sem einhver fær klippingu í búrinu. Hárið hefur greinilega verið að trufla hann en í horninu eftir 2. lotu fékk hann smá klippingu.

Þetta hefur sennilega virkað ágætlega þar sem Burgos vann bardagann eftir dómaraákvörðun. „Fyrir bardagann sagði ég horninu mínu að klippa taglið ef bardaginn færi í 2. lotu og hárið væri að trufla mig. Hárið var ekki að trufla mig í 1. lotu en gerði það í 2. lotu svo ég sagði þeim að klippa taglið. Þetta var eftirminnilegt en fyrirfram ákveðið. Þetta hlýtur að vera fyrsta klippingin í átthyrningnum? Það hlýtur að gefa mér bónus, er það ekki,“ sagði Burgos eftir bardagann.

Pétur Marinó Jónsson

Comments

comments

Pétur Marinó Jónsson

Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Stöð 2 Sport -MMA fíkill

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.