Thursday, March 28, 2024
HomeErlentNate Diaz hefur engan áhuga á að berjast í ár

Nate Diaz hefur engan áhuga á að berjast í ár

Nate Diaz er ekkert á leiðinni í búrið aftur ef marka má viðtal hans í The MMA Hour fyrr í kvöld. Nate Diaz var gestur Ariel Helwani og fóru þeir um víðan völl í ítarlegu viðtali.

Diaz hefur ekkert barist síðan hann tapaði fyrir Conor McGregor á UFC 202 í ágúst í fyrra í mögnuðum bardaga. Honum var boðið að berjast við Eddie Alvarez og Tony Ferguson en neitaði þeim báðum.

Reyndar hefði Diaz verið til í að mæta Alvarez fyrir 20 milljónir dollara.

Diaz var boðið að mæta Tony Ferguson á UFC 213 í júlí og samþykkti hann bardagann upphaflega. Þegar kröfum hans var svo ekki mætt hafnaði hann bardaganum. Diaz hefur ekki lengur áhuga á að mæta Ferguson þar sem honum finnst að Ferguson eigi að mæta Conor McGregor í staðinn. Hann myndi svo glaður mæta sigurvegaranum úr viðureign þeirra.

Diaz býst ekki við að berjast á þessu ári og hefur í öðru að snúast. „Ég ætla ekki að berjast í ár. Það er ekkert að gerast og ég ætla ekki bara að berjast við einhvern. Ég hef það fínt eins og er. Ég er að keppa í þríþrautinni núna með bróður mínum og við þurfum að keppa oft á þessu tímabili. Ég nýt þess að slaka á,“ sagði Diaz.

Viðtalið má hlusta á í heild sinni hér að neðan.

Heimild: Fox Sports

Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

- Advertisment -

Most Popular