Home Erlent Neil Magny óskar Gunnari góðs bata

Neil Magny óskar Gunnari góðs bata

0

Neil Magny átti að mæta Gunnari Nelson á UFC bardagakvöldinu í Liverpool en því miður hefur Gunnar þurft að draga sig úr bardaganum vegna meiðsla. Magny óskaði Gunnari góðs gengis í endurhæfingunni sinni sem framundan er.

Bardaginn átti að vera næstsíðasti bardagi kvöldsins á UFC bardagakvöldinu í Liverpool í maí. Gunnar varð hins vegar fyrir meiðslum í aðdraganda bardagans og getur því ekki barist í maí. Gunnar sendi frá sér tilkynningu á samfélagsmiðlum í gær og fékk kveðju frá Neil Magny í kjölfarið.

„Því miður hefur andstæðingur minn orðið fyrir meiðslum og hefur þurft að draga sig úr bardaga okkar. Ég óska honum alls hins besta í endurhæfingunni og mun halda áfram að æfa fyrir 27. maí. Ekki viss hver andstæðingur min verður en ég veit að ég verð tilbúinn,“ segir Magny á Instagram síðu sinni.

Magny vonast því eftir að fá andstæðing á bardagakvöldið í Liverpool þann 27. maí í stað Gunnars. Hugsanlega mun hann vera færður á annað bardagakvöld ef ekki tekst til að finna andstæðing í tæka tíð.

NO COMMENTS

Leave a ReplyCancel reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Exit mobile version