0

Nick Diaz hreinsaður af ásökunum um heimilisofbeldi

nick diazNick Diaz var fyrr í sumar sakaður um heimilisofbeldi. Nú hefur málið verið fellt niður og er hann laus allra mála.

Fyrrum kærasta Nick Diaz sakaði hann um að hafa gengið í skrokk á sér. Diaz og umrædd kærasta voru sundur og saman í dágóðan tíma en Diaz var handtekinn í maí sakaður um að hafa kyrkt fórnarlambið og sakaður um fyrstu gráðu heimilisofbeldi.

Nú ætlar saksóknarinn í Nevada fylki ekki að halda áfram með málið og hefur kæran verið felld niður. Læknaskýrslur þóttu ekki vera í samræmi við ásakanir fórnarlambsins á hendur Diaz.

Diaz sendi frá sér tilkynningu á samfélagsmiðlum þar sem hann þakkaði fyrir stuðninginn og hlakki til að snúa aftur. Diaz hefur ekki barist síðan hann tapaði fyrir Anderson Silva í janúar 2015. Sigur Anderson var síðar dæmdur ógildur eftir að hann féll á lyfjaprófi.

Pétur Marinó Jónsson

Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is

-Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ)
-BS í sálfræði
-Lýsi UFC á Stöð 2 Sport
-MMA fíkill
Pétur Marinó Jónsson

Comments

comments

Pétur Marinó Jónsson

Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Stöð 2 Sport -MMA fíkill

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.