0

Orðrómur: Stephen Thompson hefur samþykkt að mæta Darren Till – Ponzinibbio fær Neil Magny í Síle

Þrír stórir bardagar í veltivigtinni eru sagðir vera í pípunum. Stephen Thompson er sagður hafa samþykkt að mæta Darren Till í Liverpool og þá er Santiago Ponzinibbio kominn með andstæðing fyrir bardagakvöldið í Síle.

Það hefur verið hálfgerð stífla í veltivigtinni á þessu ári og var aðeins einn bardagamaður á topp 15 styrkleikalistanum með bókaðan bardaga. Stíflan virðist hafa losnað miðað við nýjustu orðrómana.

Eins og við greindum frá í gær mun Rafael dos Anjos mæta Colby Covington um bráðabirgðartitilinn í veltivigt. Nú heldur Chris Talyor (sá sami og greindi fyrst frá Covington-dos Anjos bardaganum) því fram að Stephen Thompson hafi samþykkt að berjast við Darren Till í Liverpool. Bardaginn verður aðalbardagi kvöldsins og ríkir gríðarleg spenna fyrir bardagakvöldið. Þetta verður fyrsta heimsókn UFC til Liverpool en bardagakvöldið fer fram þann 27. maí.

Viku fyrr heimsækir UFC Síle í fyrsta sinn en þar munu þeir Santiago Ponzinibbio og Neil Magny mætast í aðalbardaga kvöldsins samkæmt Chris Taylor.

Núna þegar þessir þrír bardagar virðast vera staðfestir er spurning hvort Gunnar Nelson fái ekki bardaga fljótlega. Vonin um að fá Till í Liverpool var veik en núna er það ljóst að Gunnari fær ekki Till á þessari stundu. Einnig er hægt að útiloka Neil Magny en þó eru nokkrir bardagamenn eftir á topp 15 styrkleikalistanum sem Gunnar gæti mögulega fengið.

Enginn af þessum þremur bardögum hefur þó verið staðfestur af UFC.

Pétur Marinó Jónsson

Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is

-Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ)
-BS í sálfræði
-Lýsi UFC á Stöð 2 Sport
-MMA fíkill
Pétur Marinó Jónsson

Comments

comments

Pétur Marinó Jónsson

Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Stöð 2 Sport -MMA fíkill

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.