Friday, April 19, 2024
HomeErlentÓtrúleg tölfræði Anthony Johnson

Ótrúleg tölfræði Anthony Johnson

anthony-johnson-ufc-202Anthony Johnson rotaði Glover Teixeira eftir aðeins 13 sekúndur um helgina. Johnson er þekktur rotari og á ansi áhugaverða tölfræði í UFC.

MMA Junkie tekur alltaf saman áhugaverðar staðreyndir og tölfræði eftir UFC bardagakvöld. Eftir UFC 202 er enginn skortur á áhugaverðri tölfræði og er tölfræði rotarans Anthony Johnson eftirtektarverð.

  • Anthony Johnson er eini bardagamaðurinn í sögu UFC með fimm rothögg á fyrstu mínútu bardagans.
  • 11 af 13 sigrum Anthony Johnson í UFC hafa komið eftir rothögg.
  • Johnson er í 2. sæti (ásamt Anderson Silva) yfir flesta sigra með rothöggi í sögu UFC á eftir Vitor Belfort (12 rothögg).
  • Johnson hefur 13 sinnum kýlt andstæðing sinn niður en aðeins Anderson Silva (17 sinnum) og Chuck Liddell (14 sinnum) hafa gert það oftar.
  • 13 sekúndna sigur hans er sá þriðji fljótasti í sögu léttþungavigtarinnar í UFC. Aðeins 7 sekúndna sigur Ryan Jimmo á UFC 149 og 8 sekúndna sigur James Irvin á UFC Fight Night 13 voru fljótari.
  • Johnson er sjálfur með 1 tap eftir tæknilegt rothögg en eftir slæmt pot í augað frá Kevin Burns gat hann ekki haldið áfram. Bardaginn er enn skráður sem tæknilegt rothögg.
  • Af 5 töpum Johnson hafa 4 komið eftir uppgjafartök.

Við þetta má bæta að enginn á fleiri rothögg í 1. lotu í veltivigtinni en Anthony Johnson. Johnson barðist í veltivigtinni frá 2006 til 2011 en eftir margar misheppnaðar tilraunir til að ná veltivigtartakmarkinu færði hann sig upp.

Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

- Advertisment -

Most Popular