Þungavigt UFC gæti tekið nýja stefnu eftir að Jon Jones, ríkjandi heimsmeistari, gaf til kynna að hann væri hættur að keppa.
Jones hefur ekki barist síðan hann sigraði Stipe Miocic í nóvember á UFC 309. Þó að hann hafi áður íhugað að hætta, virtist hann í kjölfarið snúa við blaðinu og stefna á bardaga gegn Tom Aspinall, bráðabirgðameistara UFC. Sá bardagi hefur þó ekki ræst og óvíst er hvort hann muni nokkurn tímann eiga sér stað.
Í nýlegu FaceTime samtali við MMA bardagamanninn Kamal Gadzhiev sagði Jones einfaldlega: „Ég er búinn, ég er hættur.“
Þessi yfirlýsing olli miklum vonbrigðum meðal aðdáenda sem gagnrýndu Jones harðlega á samfélagsmiðlum, sumir kalla hann “Most pathetic man in the sport“ og saka hann um að flýja bardaga við Aspinall.
Aspinall hefur ekki tjáð sig enn, en ef Jones lætur af störfum gæti Aspinall barist um lausan meistaratitil gegn öðrum toppbardagamanni úr þungavigtinni t.d. Ciryl Gane.
Dana White, forstjóri UFC, hvatti aðdáendur nýlega til að „róa sig“ og sagðist enn ætla að reyna að láta sameiningarbardagann verða að veruleika – en nú virðist UFC þurfa að íhuga aðra leið.