spot_img
Wednesday, December 11, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentPantoja fór létt með fyrrum Rizin meistarann á UFC 310

Pantoja fór létt með fyrrum Rizin meistarann á UFC 310

UFC 310 var haldið í Las Vegas aðfararnótt sunnudags og er af ýmsu að taka frá kvöldinu.

Í aðalbardaga kvöldsins áttust við fluguvigtarmeistari UFC, Alexandre Pantoja, og áskorandi hans var Kai Asakura sem var að þreyta frumraun sína í UFC. Það er óvanalegt að bardagamenn komi inn í UFC og labbi beint inn í titilbardaga en Asakura var Bantamvigtarmeistari í Rizin en tapaði síðasta bardaga sínum gegn Juan Archuleta og skipti yfir í UFC. Staða Asakura innan Rizin gæti hafa hvatt UFC til að gefa honum titilbardaga strax en trúlega spilar frekar þar inn í að Pantoja er gott sem búin að tæma fluguvigtardeild UFC.

Bardaginn stóð ekki yfir lengi en Asakur leit ágætlega út á köflum á fótum en Pantoja var með flott box og með greinilega yfirburði í glímunni. Önnur lotan var meiri einstefna og Pantoja náði bakinu á Asakur með glæsilegri glímufléttu, læsti strax inn líkamsþríhyrning og náði inn rear naked choke þegar lotan var um hálfnuð. Virkilega sterkur sigur hjá Pantoja sem heldur áfram að hafa yfirburði í fluguvigtinni.

Í næst síðasta bardaga kvöldsins átti Shavkat Rakhmonov að berjast um Weltervigtartitilinn gegn Belal Muhammad en Belal meiddist stuttu fyrir bardagann. UFC var komið í erfiða stöðu því þetta bardagakvöld er pay-per veiw í Bandaríkjunum og hafa aðdáendur miklar kröfur og hefði kvöldið líklega ekki talist nægilega sterkt ef bardagi Shavkat og Belal dytti út. Þá væri mikil áhætta fyrir Shavkat að berjast við einhvern annan því hann er kominn með öruggt tækifæri á titlinum en eitt óvænt tap myndi breyta þeirri mynd töluvert. UFC hefur greinilega mikinn sannfæringarkraft og sannfærði Shavkat um að taka bardaga gegn Ian Machado Garry en þeir eru báðir ósigraðir bardagamenn.

Fyrstu lotur bardagans voru viðburðarlitlar en þær fóru mikið fram í faðmlögum upp við búrið en Shavkat lenti á nokkrum sterkum höggum sem var trúlega nóg til að tryggja honum fyrstu tvær loturnar. Bardaginn hélt áfram að fara að mestu fram upp við búrið en Garry óx ásmegin á fótum þegar leið á en tapaði að lokum í einróma dómaraákvörðun.

Ciril Gane barðist við Alexander Volkov í jöfnum bardaga sem hefði vel getað farið í hvora áttina sem var en Gane sigraði að lokum með klofinni dómaraákvörðun. Einhverjir kalla eftir því að þetta hafi verið rangur dómur en bardaginn var jafn og erfiðari að dæma.

Báðir menn hafa bætt sig talsvert frá síðasta bardaga en þeir börðust árið 2021 þar sem Gane sigraði með einróma dómaraákvörðun og hafði nokkra yfirburði. Volkov hefur vaxið mikið undanfarin ár og stóð mikið betur í Gane en Gane byrjaði betur og vann trúlega fyrstu lotuna en Gane sýndi mikið bætt glímutilþrif, sérstaklega þegar kom að Wrestling. Önnur lotan var jafnari en lýsendur voru á því að Volkov hefði unnið þá lotu. Þriðja lotan var kaflaskipt. Gane reyndi efnileg uppgjafatök, sérstaklega Kimura, en Volkov stjórnaði stórum hluta lotunnar í gólfinu og var komin í góða stöðu í lokin en Gane tók sigurinn. Gane ætlaði að ganga út beint eftir bardagann og aðspurður sagðist hann vera óánægður með frammistöðu sína og virtist ekkivilja taka viðtal.

Bryce Mitchell sigraði Kron Gracie þar sem hann hamraði Kron í gólfið þegar Kron stökk í guard stöðu í tíunda skiptið í bardaganum og svo kláraði Bryce bardagann með sterkum höggum í gólfinu.

Nate Landwehr keppti við DOoho Choi en Landwehr er þekktur fyrir að vera skemmtilegur bardagamaður sem pressar andstæðinga sína mikið og neyðir þá í vilta bardaga. Það gekk illa hjá Landwehr í þessum bardaga en Choi var mikið betri á fótum og í glímu en Landwehr hafði aldrei svör við Choi. Svo fór að Choi hélt Landwehr krossfestum í gólfinu í langan tíma og skilaði reglulega olnbogum sem Landwehr gat ekki varist sem endaði á því að dómarinn stöðvaði bardagann.

Dominick Reyes sigraði Anthony Smith í annarri lotu með höggi í jörðinni og aðspurður sagði Smith að þetta hefði líklega verið síðasti bardagi hans. Vincente Luque sigraði Themba Gorimbo með uppgjafartaki og fékk Luque frammistöðubónus.

Movsar Evloev sigraði Aljamain Sterling með einróma dómaraákvörðun og Brian Battle sigraði Randy Brown með klofinni dómaraákvörðun. Það voru nokkrir gamlir risar felldir á kvöldinu en Eryk Anders sigraði Chris Weidman með tæknilegu rothöggi í annarri lotu.

Joshua Van sigraði Cody Durden með einróma dómaraákvörðun og þá sigraði Michael Chiesa Max Griffin með uppgjafartaki.

Chase Hooper fékk frammistöðubónus þegar hann sigraði Clay Guida með uppgjafartaki í fyrstu lotu.

Í fyrsta bardaga kvöldsins sigraði Kennedy Nzechukwu, Lukasz Brzeski með rothöggi í fyrstu lotu.

spot_img
spot_img
spot_img
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular