0

Paulo Costa bætti á sig 13 kg á rúmum sólarhringi fyrir bardagann

Paulo Costa bætti talsvert á sig eftir vigtunina og fram að bardaga. Costa var bara sjö kílóum léttari en þungavigtarmeistarinn Stipe Miocic.

Íþróttasambandið í Kaliforníu (CSAC) er með þá reglu að vigta bardagamenn um kvöldið þegar keppnin fer fram. CSAC birtir síðan tölurnar en ef menn hafa bætt á sig meira en 10% af líkamsþyngd sinni mælir CSAC með að bardagamaðurinn fari upp um þyngdarflokk.

Þyngdartölurnar á keppnisdegi eru ansi áhugaverðar. Paulo Costa sigraði Yoel Romero í 84 kg millivigtarbardaga á laugardaginn en í bardaganum var Costa 97,2 kg (213,8 pund). Costa bætti því tæpum 13 kg á sig á rúmum sólarhringi en í vigtuninni á föstudeginum var hann 84,5 kg (186 pund). Yoel Romero var aðeins léttari eða 94,2 kg í bardaganum.

Þessar tölur munu sennilega ekki hafa áhrif á Costa nema hann berjist aftur í Kaliforníu. CSAC mun mæla með að Costa fari upp um flokk en getur lítið annað gert.

Þungavigtarmeistarinn Stipe Miocic var 104,8 kg (230,5 pund) í bardaganum og var Costa því aðeins sjö kílóum léttari en meistarinn. Athygli vekur að Daniel Cormier var 112,3 kg í bardaganum eftir að hafa verið 107,5 kg í vigtuninni deginum áður.

Þyngd allra bardagamanna um helgina má sjá hér að neðan.

Pétur Marinó Jónsson
Latest posts by Pétur Marinó Jónsson (see all)

Comments

comments

Pétur Marinó Jónsson

Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Stöð 2 Sport -MMA fíkill

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.