0

Rick Story, Lorenz Larkin og Misha Circunov líklega á leið úr UFC – Gunnar færist upp

Rick Story

Mynd: Kjartan Páll Sæmundsson.

Þrír topp bardagamenn, allir ofarlega á styrkleikalista UFC, eru líklegast ekki lengur í UFC. Þeir Rick Story, Lorenz Larkin og Misha Cirkunov hafa allir verið fjarlægðir af styrkleikalistum UFC og eru líklegast á leið annað.

Vitað mál var að Lorenz Larkin væri að ræða við önnur bardagasamtök eftir að hann kláraði síðasta bardagann á samningnum sínum við UFC í ágúst. Það var afar sannfærandi frammistaða gegn Neil Magny og kom honum í 6. sætið á styrkleikalista UFC í veltivigtinni.

Það kemur hins vegar á óvart að Rick Story og Misha Circunov skulu ekki vera lengur á listanum en samkvæmt John Morgan hjá MMA Junkie neituðu þeir síðustu samningstilboðunum frá UFC.

Þeir eru því líklegast að ræða við önnur bardagasambönd líkt og Larkin. Story var í 9. sæti í veltivigtinni og tapaði síðast fyrir Donald Cerrone í ágúst. Misha Circunov var í 8. sæti í léttþungavigtinni og einn sá allra efnilegasti í þyngdarflokki sem hefur skort nýja og ferska keppendur. Hinn kanadíski Circunov er 4-0 í UFC og hafði klárað alla bardaga sína.

Eftir þessar breytingar á styrkleikalistanum hefur Gunnar Nelson nú komist upp í 9. sæti í veltivigtinni.

Pétur Marinó Jónsson

Comments

comments

Pétur Marinó Jónsson

Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Stöð 2 Sport -MMA fíkill

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.