0

Robert Whittaker meiddur! Anderson Silva og Israel Adesanya í aðalbardaga kvöldsins

Robert Whittaker er meiddur og getur ekki barist í kvöld eins og til stóð! Whittaker er með kviðslit og verður bardagi Anderson Silva og Israel Adesanya aðalbardagi kvöldsins í staðinn.

Þetta eru skelfilegar fréttir og risastórt áfall fyrir UFC og auðvitað Robert Whittaker sjálfan. Þessar fréttir voru að berast frá Dana White, forseta UFC, rétt í þessu.

Að sögn Dana kvartaði Whittaker undan magaverkjum seint í gærkvöldi og var sendur í skoðun upp á spítala. Þar var Ástralinn greindur með kviðslit og fer strax í aðgerð innan skamms! Ekki er talið að meiðslin tengist niðurskurðinum með einhverjum hætti.

Bardagakvöldið snérist að miklu leyti um Robert Whittaker enda var hann að berjast um millivigtartitilinn í sínu heimalandi. Tíðindin koma aðeins klukkutíma áður en höllin opnar fyrir fyrstu bardaga kvöldsins.

Bardagi Anderson Silva og Israel Adesanya verður þar með aðalbardagi kvöldsins en bardaginn verður samt bara þrjár lotur. Bardagi Lando Vannata og Marcos Rosa Mariano hefur þess í stað verið færður upp á aðalhluta bardagakvöldsins og verður næstsíðasti bardagi kvöldsins.

Pétur Marinó Jónsson

Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is

-Æft bardagaíþróttir í 6 ár (fjólublátt belti í BJJ)
-BS í sálfræði
-Lýsi UFC á Stöð 2 Sport
-MMA fíkill
Pétur Marinó Jónsson

Latest posts by Pétur Marinó Jónsson (see all)

Comments

comments

Pétur Marinó Jónsson

Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í 6 ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Stöð 2 Sport -MMA fíkill

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.