Nazim Saadykhov og Nikolas Motta mættust í svakalegum bardaga á bardagakvöldi UFC í Baku, Azerbaijan. Dana White staðfesti í viðtali eftir bardagann að báðir menn fái frammistöðu bónusa og bónus fyrir bardaga kvöldsins, sem þýðir að hvor um sig fær 100.000 bandaríkjadali að auki fyrir frammistöðuna.
Bardaginn var hörku viðureign þar sem Sadykhov virtist eiga erfitt í fyrstu lotunni, en snéri taflinu á áhrifamikinn hátt með sigri á tæknilegu rothöggi í annarri lotu.
Dana White lýsti bardaganum sem einum af þeim bestu sem hann hefur séð á þessu ári og sagði að þessi frammistaða ætti sannarlega skilið þann bónus sem þeir fengu. Þessi ákvörðun undirstrikar þá þróun í UFC að verðlauna ekki aðeins sigurvegarana heldur líka bardagamenn sem leggja sig allan fram og gefa áhorfendum spennandi sýningar.