0

Spá MMA Frétta fyrir UFC 234

UFC 234 fer fram í nótt í Ástralíu þar sem þeir Robert Whittaker og Kelvin Gastelum mætast í aðalbardaga kvöldsins. Líkt og fyrir öll stóru kvöldin birta pennar MMA Frétta sína spá fyrir kvöldið.

Titilbardagi í millivigt: Robert Whittaker gegn Kelvin Gastelum

Pétur Marinó Jónsson: Ég elska Robert Whittaker og hann er örugglega uppáhalds bardagamaðurinn minn fyrir utan íslenska bardagafólkið okkar. Ógeðslega harður, mjög tæknilega góður, með fáa veikleika, kemur vel fyrir og er bara ekki með neitt kjaftæði. Hann var samt í 50 mínútur í búrinu með Yoel Romero og ég velti því fyrir mér hvort það hafi tekið sinn toll. Whittaker tók bombur frá Romero og náði á einhvern ótrúlegan hátt að halda sér í bardaganum og vinna. Getur hann ennþá tekið við sömu bombum? Hann er bara 28 ára gamall en hakan spyr ekki um aldur. Kelvin Gastelum er búinn að vera mjög flottur í millivigtinni og er boxið hans orðið mjög gott. Ég er smá hræddur um að Gastelum roti Whittaker í 1. lotu enda er hann með hraðar og nákvæmar hendur. Ég ætla samt að spá mínum manni Robert Whittaker sigur með tæknilegu rothöggi í 4. lotu í hörku bardaga.

Óskar Örn Árnason: Því meira sem ég hugsa um þennan bardaga því meiri möguleika gef ég Gastelum. Ég held samt að Whittaker sé betri og held enn að hann vinni. Ég held hins vegar að þetta verði mjög tvísýnt á tímabili en Whittaker er seigur og tekur þetta á stigum.

Guttormur Árni Ársælsson: Gastelum er grjótharður og mjög gaman að sjá hversu mikla endurnýjun lífdaga hann hefur gengið í gegnum í millivigtinni. Ég held þó að Whittaker sé mögulega einn vanmetnasti meistari síðari tíma – gaurinn er algjört beast. Whittaker sigrar með TKO í þriðju lotu í flottum bardaga.

Arnþór Daði Guðmundsson: Það sem ég er hræddur við Kelvin Gastelum þessa dagana. Hann er fáránlega góður. En Bobby Knuckles er það líka, sturlað góður. Ef Whittaker nær að halda sér frá stóru bombunum frá Gastelum og verjast fellunum, þá er hann að fara að sigra. En það er stórt ef. Hann vann samt Yoel tvisvar, það segir sitt. Whittaker sigrar á dómaraákvörðun.

Robert Whittaker: Pétur, Óskar, Guttormur, Arnþór
Kelvin Gastelum: ..

Millivigt: Israel Adesanya gegn Anderson Silva

Pétur Marinó Jónsson: Þetta er ekta svona slagur þar sem á að byggja upp nýju stjörnuna með því að vinna gamla stjörnu. Ég óttast smá að þetta geti endað illa fyrir Anderson Silva. Hakan á Anderson er ekki upp á sitt besta og held að Israel roti hann bara í 1. eða 2. lotu. Kannski mun Adesanya bera of mikla virðingu fyrir honum og fara varlega sem gæti skilað sér í leiðinlegum bardaga. Ætla samt að segja að Adesanya kveðji Anderson Silva almennilega með rothöggi í 1. lotu.

Óskar Örn Árnason: Veðbankarnir segja að Silva eigi ekki séns og sennilega er það rétt. Adesanya er á leiðinni að verða súperstjarna en hann þarf að komast í gegnum Silva áður en hann fær titilbardagann. Ef maður horfir bara á stílana er þetta ótrúlega heillandi bardagi en spurningin er hvað Silva á eftir orðinn 43 ára og hefur ekki barist í tvö ár. Ég held að Adesanya verði allt of hraður og skarpur, Adesanya verður varkár og þetta verður svolítil skák þar til rothöggið kemur. Adesanya með TKO í þriðju.

Guttormur Árni Ársælsson: Ég held að Silva eigi ekki mikla möguleika þó svo að ég hefði mjög gaman af því að sjá hann sigra. Ég velti því fyrir mér hvort hann eigi möguleika á jörðinni ef bardaginn fer þangað, en mér finnst það langsótt þar sem Silva hefur ekki beint verið þekktur fyrir gott wrestling. Ætli þetta verði ekki einhver svona æfing eins og B.J Penn gegn Yair Rodriguez þar sem goðsögnin er buffuð? Adesanya með TKO í þriðju.

Arnþór Daði Guðmundsson: Ég er mikið spenntur fyrir þessum bardaga en það gætu sennilega verið falskar vonir. Silva er gjörsamlega búinn og style matchupið er þannig að hann gæti auðveldlega orðið hikandi og ekki gert mikið. Þess vegna held ég að Adesanya taki yfir bardagann og sigri Silva með geggjaðri tæknisýningu standandi. Adesanya sigrar á TKO í 3 lotu.

Israel Adesanya: Pétur, Óskar, Guttormur, Arnþór
Anderson Silva: ..

Embed from Getty Images

Bantamvigt: Rani Yahya gegn Ricky Simon

Pétur Marinó Jónsson: Hef gaman af Rani Yahya þessa dagana. Hann er óvænt búinn að vinna sjö af síðustu átta bardögum sínum og er alltaf hættulegur í gólfinu. Simon er samt fínn wrestler og það er oft gott vopn gegn góðum jiu-jitsu keppendum. Í síðasta bardaga hans þá pullaði Yahya guard og tók heel hook sem var geggjað. Væri til í að sjá eitthvað svipað núna, segjum Yahya með guillotine í 1. lotu.

Óskar Örn Árnason: Bardagi sem á heldur betur heima á aðalhluta bardagakvöldsins. Yahya glímar Simon í drasl og vinnur á uppgjafartaki í annarri lotu, anaconda choke.

Guttormur Árni Ársælsson: Rani Yahya er geggjaður. Hann pakkar Simon með heel hook í fyrstu.

Arnþór Daði Guðmundsson: Tveir góðir, Simon er með gott record, en Yahya með reynsluna. Reynslan sigrar.

Rani Yahya: Pétur, Óskar, Guttormur, Arnþór
Ricky Simon:

Embed from Getty Images

Fluguvigt kvenna: Montana De La Rosa gegn Nadia Kassem

Pétur Marinó Jónsson: Held að Montana De La Rosa sé bara betri bardagakona. Hún er með gott wrestling og á síðustu árum hefur hún bara tapað fyrir sterkum andstæðingum (Cynthia Calvillo og McKenzie Dern). Ætla að segja að De La Rosa taki þetta með rear naked choke í 2. lotu.

Óskar Örn Árnason: Get ekki sagt mikið um þessar tvær. Segjum bara Kassem til að segja eitthvað, flying knee KO í fyrstu.

Guttormur Árni Ársælsson: Who? Kannast við nafnið á De La Rosa úr TUF en veit ekki mikið meir. Segjum De La Rosa eftir dómaraákvörðun.

Arnþór Daði Guðmundsson: Veit ekki mikið um þessar tvær, virðist vera uppfyllingarefni. De La Rosa er flott nafn, segjum að hún sigri eftir dómaraákvörðun:

Montana De La Rosa: Pétur, Guttormur, Arnþór
Nadi Kassem: Óskar

Embed from Getty Images

Léttþungavigt: Sam Alvey gegn Jim Crute

Pétur Marinó Jónsson: Mjög erfitt að spá í þetta. Crute getur auðveldlega farið í stríð og gert eitthvað heimskulegt enda tiltölulega óreyndur og hrár. Alvey er ekki með neitt mikið nema ágætis höggþunga og er góður í gagnárásum en stundum ómannlega leiðinlegur að horfa á. Sam Alvey er eiginlega bara einhver mælistika til að kanna hvort menn séu tilbúnir til að vera í UFC eða ekki. Gæti alveg séð Crute vaða inn eins og vitleysingur og vera kýldur niður af hægri krók og rotast. Það er bilaður reynslumunur á þeim en Crute er 9-0 á meðan Alvey hefur tekið 12 bardaga bara síðan í júlí 2016 í UFC og verður þetta 46. bardagi hans í MMA. Segi samt að æskan vinni eftir dómaraákvörðun í ekkert spes bardaga.

Óskar Örn Árnason: Alvey getur alltaf slegið en mér finnst hann bara verða hægari og stirðari með hverjum bardaganum. Crute er efnilegur en óreyndur. Held að Crute taki þetta örugglega, TKO í annarri.

Guttormur Árni Ársælsson: Sam Alvey alveg sá leiðinlegasti í bransanum. Tippa á að Crute sigri þetta örugglega. TKO í þriðju.

Arnþór Daði Guðmundsson: Smilin’ Sam, mér þykir einhverra hluta vænt um hann og langar að sjá hann vinna. Ég held hins vegar að þetta muni enda í þreyttum bardaga fyrir áhorfendur og verði dómaraákvörðun Crute í hag.

Sam Alvey: ..
Jim Crute: Pétur, Óskar, Guttormur, Arnþór

Pétur Marinó Jónsson

Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is

-Æft bardagaíþróttir í 6 ár (fjólublátt belti í BJJ)
-BS í sálfræði
-Lýsi UFC á Stöð 2 Sport
-MMA fíkill
Pétur Marinó Jónsson

Comments

comments

Pétur Marinó Jónsson

Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í 6 ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Stöð 2 Sport -MMA fíkill

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.