0

Stikla úr nýrri heimildarmynd um Cyborg sýnir erfiðan niðurskurð Cyborg

Cris ‘Cyborg’ Justino barðist sinn fyrsta bardaga í UFC í maí. Í nýrri heimildarmynd um hana er sýnt á bakvið tjöldin fyrir hennar fyrsta bardaga í UFC.

Cyborg er fjaðurvigtarmeistari (145 pund) Invicta bardagasamtakanna. UFC er ekki með fjaðurvigt og því barðist hún í 140 punda hentivigt í maí gegn Leslie Smith. Cyborg var ekki lengi að klára Smith og mun berjast áfram í 140 pundunum í UFC.

Vonir stóðu til að Cyborg gæti barist í 135 punda bantamvigtinni en miðað við stikluna hér að neðan virðist niðurskurðurinn vera hreint helvíti fyrir hana. Ef það er svona erfitt að komast í 140 pund er erfitt að ímynda sér að hún fari í bantamvigtina.

Myndin á að koma út seint í ágúst.

Pétur Marinó Jónsson

Pétur Marinó Jónsson

Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is

-Æft bardagaíþróttir í 6 ár (fjólublátt belti í BJJ)
-BS í sálfræði
-Lýsi UFC á Stöð 2 Sport
-MMA fíkill
Pétur Marinó Jónsson

Comments

comments

Pétur Marinó Jónsson

Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í 6 ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Stöð 2 Sport -MMA fíkill

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.