Tuesday, September 17, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeInnlentStrákarnir í Reykjavík MMA halda út í sitt stærsta verkefni til þessa!

Strákarnir í Reykjavík MMA halda út í sitt stærsta verkefni til þessa!

Það er komið að Caged Steel 37! Bardagabræðurnir Bjarki Þór og Magnús Ingi ásamt Hrafni Þráinssyni leiða föruneytið sitt til Doncaster, Englandi á annað Caged Steel kvöld. Þetta er það stærsta í sögu Reykjavík MMA sem mun eiga tvær titilvarnir og tvo bardaga á atvinnumannastigi á laugardaginn kemur.

Að vana verður sýnt frá kvöldinu á Minigarðinum, heimavelli bardagaíþrótta.

Aron Leó mætir Gavin Lofts

Aron Leo tók sitt fyrsta skref í atvinnumennskunni í júní og rotaði þá Bradley Tedham með glæsilegu rothöggi eftir litlar 10 sekúndur. Aron mætir núna heimamanninum Gavin Lofts sem er sjálfur að taka sinn fjórða atvinnumannabardaga. Gavin er örlítið reynslumeiri en Aron en viðureignin ætti þó að vera jöfn og spennandi. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Reykjavík MMA undirbýr sig fyrir bardaga gegn Gavin en Haraldur Arnarsson átti að mæta honum í desember í fyrra. Gavin Lofts byrjaði ferilinn sinn á því að sigra tvo bardaga sem Pro en hann þurfti að sætta sig við tap í síðustu viðureigninni sinni.

Aron Leó er um þessar mundir virkasti MMA-atvinnumaður okkar Íslendinga. Hann stígur inn í hringinn í annað skiptið á árinu. Aron mætti í hlaðvarp Fimmtu Lotunnar þar sem fram kemur að hann stefni á að fara alla leið og berjast í UFC. Gavin Lofts ákvað því miður að vera fyrir Aroni sem stefnir óðfluga á drauminn.

Tiago Oliveira verður fimmti virki atvinnumaðurinn

Tiago Monteiro Oliveira gengur í raðir MMA-atvinnumanna á laugardaginn og eru þá virku MMA-atvinnumennirnir orðnir fimm á Íslandi. Tiago er af portúgölsku bergi brotinn en hefur búið á Íslandi undanfarin ár og er nýbakaður faðir.

Tiago hóf áhugamannaferilinn sinn með jafntefli og svo tveimur töpum í kjölfarið. Niðurstöðurnar gáfu þó engan veginn rétta mynd af því hversu vel Tiago stóð sig í þessum bardögum og voru nokkrir dómarar sem fengu sanngjarna gagnrýni fyrir sínar skoðanir á málunum. En það tilheyrir fortíðinni. Tiago barðist síðast gegn Ethan Young í mars í fyrra og sýndi þar sínar bestu hliðar.

Tiago byrjaði snemma í taekwondo og það sést vel þegar hann berst. Hann notar lengdina sína vel, er hrikalega liðugur og getur sparkað úr ótrúlegustu áttum og stöðum.

Yonatan Francisco ver titilinn í fyrsta skipti

Yonatan, eins og Aron Leo, átti hrikalega flottan bardaga í júní fyrr í sumar. Hann vann þá Sabir Hussein upp á bantamvigtartitilinn með einróma dómaraákvörðun. Yonatan barðist í rauninni tvo bardaga í júní. Fyrri bardaginn var gegn vigtinni þegar hann þurfti að skera niður gífurlega þyngd með stuttum fyrirvara og vigta inn á sama dag og bardaginn fór fram. Yonatan leysti þetta verkefni glæsilega en hann þarf sem betur fer ekki að gera slíkt hið sama aftur. Í Doncaster býður einfaldara en hrikalega erfitt verkefni eftir Yonatan.

Yonatan mætir Jack Terry, ósigraður heimamaður með 3 – 0 record. Jack Terry þykir virkilega efnilegur bardagamaður og er jafnframt lærlingur UFC-stjörnunnar Mark Diakiese. Það verður lykilatriði fyrir Yonatan að vera samkvæmur sjálfum sér og samþykkja aldrei botnstöðuna í glímunni ef að bardaginn fer þangað. Sjálfur sagðist Yonatan ætla að klára bardagann með ground n pound sem væri glæsileg leið til að taka núllið af Jack.

Hér má finna viðtal við Yonatan eftir að hann kom heim sem nýr bantamweight-meistari í júní.

Aron Kevinsson hefur aldrei litið betur út

Aron Kevinsson mætir Íslandsvininum Cain „The Chef“ Morrow sem er 5 – 4 sem áhugamaður í MMA. Cain hefur líklega aldrei komið til Íslands, en varð góðkunningi okkar þegar Hrafn Þráinsson sigraði hann með armbar árið 2022. Þetta verður fyrsta titilvörnin hans Arons síðan hann vann beltið gegn Max Barnett í desember í fyrra en Aron tók sér smá tíma frá búrinu eftir sigurinn.

Aron fór í fimm vikna æfingabúðir til Tælands áður en hann kom heim og kláraði undirbúninginn heima með sínum þjálfurum og liðsfélögum. Vikurnar í Tælandi virðast hafa gert Aroni mjög gott en hann er líklega í sínu allra besta formi hingað til og mætir vel stemmdur til Doncaster.

Aron hefur gerst sekur um að byrja bardagana sína hægt en ef hann finnur sig snemma í bardaganum og sýnir hvað í honum býr er líklegt að Cain Morrow muni aldrei sjá til sólar á laugardaginn kemur.

Aron hefur einnig verið gestur hjá Fimmtu Lotunni og má finna spjall við hann hér:

spot_img
spot_img
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

- Advertisment -spot_img

Most Popular