0

T.J. Dillashaw gegn John Lineker í smíðum fyrir UFC 207

tj-dillashaw-x-john-linekerFyrrum bantamvigtarmeistarinn T.J. Dillashaw mun mæta John Lineker á UFC 207. Bardaginn fer fram sama kvöld og Dominick Cruz ver bantamvigtartitil sinn gegn Cody Garbrandt.

Það verður vafalaust spenna í loftinu í aðdraganda UFC 207 þann 30. desember. ESPN hefur heimildir fyrir því að bardagi á milli John Lineker og Dillashaw sé í smíðum.

Þeir Dillashaw og Cruz hafa lengi eldað grátt silfur saman og berjast þeir nú á sama bardagakvöldinu. Það ætti ekki að koma neinum á óvart ef Dillashaw og Cruz byrja að skjóta á hvorn annan á blaðamannafundunum í aðdraganda UFC 207.

Dillashaw er mjög ósáttur með að hafa ekki fengið titilbardaga gegn meistaranum Dominick Cruz og segir hann vera að forðast að berjast við sig aftur. Cody Garbrandt fær nú tækifærið en Cruz tók beltið af Dillashaw í janúar.

Eftir tapið komst Dillashaw aftur á sigurbraut með öruggum sigri á Raphael Assuncao á UFC 200. John Lineker hefur unnið sex bardaga í röð og mun sigurvegarinn eflaust fá næsta titilbardaga í bantamvigtinni.

UFC 207 verður mjög spennandi bardagakvöld en í aðalbardaga kvöldsins mætast þær Amanda Nunes og Ronda Rousey.

Pétur Marinó Jónsson

Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is

-Æft bardagaíþróttir í 6 ár (fjólublátt belti í BJJ)
-BS í sálfræði
-Lýsi UFC á Stöð 2 Sport
-MMA fíkill
Pétur Marinó Jónsson

Comments

comments

Pétur Marinó Jónsson

Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í 6 ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Stöð 2 Sport -MMA fíkill

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.