Í 57. þætti Tappvarpsins skoðuðum við Leon Edwards sem andstæðing fyrir Gunnar Nelson. Einnig fórum við yfir 9 mánaða bann Khabib Nurmagomedov, lyfjapróf Jon Jones og UFC 234 sem fer fram í febrúar.
Leon Edwards mætir Gunnari Nelson á UFC bardagakvöldinu í London þann 16. mars. Edwards er á góðri sigurgöngu og verður þetta hörku bardagi fyrir Gunnar.
Á þriðjudaginn fékk Khabib Nurmagomedov 9 mánaðar bann fyrir hópslagsmálin eftir UFC 229. Mál Jon Jones var einnig tekið fyrir í þættinum en hann fékk bardagaleyfið sitt í gær.
Latest posts by Pétur Marinó Jónsson (see all)
- Tappvarpið #141: Frábær sigur Gunnars og UFC 286 uppgjör - March 22, 2023
- Gunnar með flest uppgjafartök í sögu veltivigtarinnar - March 19, 2023
- Gunnar Nelson með sigur í 1. lotu - March 18, 2023