Thursday, October 3, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentÞað besta frá UFC - Noche Prelims

Það besta frá UFC – Noche Prelims

UFC Noche hófst hálf 12 í gærkvöldi með bardaga milli Raul Rosas jr. og Aoriqileng. Það var eitt og annað skemmtilegt á þessu kvöldi. The Sphere var virkilega flott og bauð upp á flotta grafík og upplifun, bardagafatnaðurinn var vel heppnaður og mexíkósku hringstelpurnar voru skemmtileg viðbót.

En það voru nokkur moment sem fengu áhorfendur heima í stofu og í sal til þess að gapa, tryllast og peppast.

1. Joshua Van gegn Edgar Cháirez

Joshuan Van fékk lítinn tíma til að undirbúa sig fyrir bardagann og snéri til baka í búrið í nótt eftir tap Charles Johnson fyrr í sumar. Cháirez virtist ætla að vinna bardagann þægilega, þangað til hann var bara allt í einu ekki að vinna hann þægilega. Þú munt ekki sjá eftir því að horfa á þennan bardaga í endursýningu.

2. Ketlen Souza gegn Yazmin Jauregui

Þessi krókur og þetta uppgjafartak! Souza á 50 K skilið.

3. Manuel Torres gegn Ignacio Bahamondes

Þetta var aldrei spurning. Ignacia Bahamondes byrjaði snemma að sýna yfirburði í standandi og þá sérstaklega með spörkunum sínum. Torres sýndi hörku og lét ekki skófla sér úr hringnum án þess að bíta á jaxlinn. En Bahamondes var bara nokkrum númerum of stór.

4. Arene Aldana gegn Norma Dumont

Holy Halalúlu Noche! Þetta er ekki hægt! þessi bardagi, þessi vilji og þessi skurður!!! Virðist hafa komið til eftir að þær skullu saman.

spot_img
spot_img
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

- Advertisment -spot_img

Most Popular