Friday, April 19, 2024
HomeErlentÞjálfari Nate Diaz: Conor hagaði sér eins og smákrakki

Þjálfari Nate Diaz: Conor hagaði sér eins og smákrakki

Boxþjálfari Nate Diaz, Richard Perez, segir að Conor McGregor hafi hagað sér eins og smákrakki á blaðamannafundinum í gær.

Það varð allt vitlaust á blaðamannafundinum í gær fyrir UFC 202. Conor McGregor mætti hálftíma of seint á blaðamannafundinn en skömmu eftir að hann mætti fóru þeir Conor og Nate Diaz í flöskukast sín á milli.

Richard Perez hefur þjálfað þá Nick og Nate Diaz í mörg ár og hafði sínar skoðanir á blaðamannafundinum: „Ég held hann hafi gert þetta [að mæta seint á blaðamannafundinn] til þess að pirra Nate en það virkaði ekki. Conor kom seint, með stæla og byrjaði að rífa kjaft. Fyrst að Conor kom seint ákvað Nate að yfirgefa staðinn. McGregor var orðlaus og þetta fór í taugarnar á honum,“ sagði Perez við Submission Radio.

Perez segir þó að aðstæðurnar hafi ekki reitt þá til reiði. „Mér fannst hann gera rétt í að fara í taugarnar á McGregor og fara. Hann fílaði það ekki. Hann vissi ekki hvernig hann átti að höndla það svo hann lét eins og smákrakki og fór að kasta flöskum. Sem hann hefði ekki átt að gera.“

Miðað við myndböndin virðist sem Diaz liðið byrji fyrst að kasta flöskunum.

Þá var Perez spurður út í þyngd Nate Diaz en Conor hefur haldið því fram að Nate sé um 200 pund (tæp 91 kg). Perez hló að því og sagði Diaz hafa verið um 185 pund þegar hann byrjaði æfingabúðirnar. Í dag sé hann um 173 pund en bardaginn fer fram í 170 punda (77 kg) veltivigtinni.

Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

- Advertisment -

Most Popular