Thursday, April 18, 2024
HomeErlentUFC 228 úrslit - besta bardagakvöld ársins

UFC 228 úrslit – besta bardagakvöld ársins

UFC 228 fór fram í nótt í Dallas í Texas. Í aðalbardaga kvöldsins mættust þeir Tyron Woodley og Darren Till um veltivigtartitilinn.

Mikil spenna var fyrir aðalbardaga kvöldsins enda mikið í húfi. Bardaginn byrjaði nokkuð fjörlega og reyndi Tyron Woodley fellu snemma í bardaganum. Till varðist vel og tókst Woodley ekki að ná honum niður í 1. lotu. Till var þolinmóður í 1. lotu og pressaði án þess að ógna mikið. Á sama tíma var Tyron Woodley að henda fram hásparki og nokkrum höggum í skrokkinn á Till.

Í 2. lotu kýldi Woodley áskorandann niður með beinni hægri. Woodley fylgdi því eftir með þungum olnbogum í gólfinu og virtist dómarinn vera nálægt því að stoppa bardagann. Till þraukaði en Woodley hélt Till föstum niðri og notaði olnbogana gríðarlega vel. Till var ekki nálægt því að standa upp en þegar hann var í „half-guard“ fór Woodley í „D’Arce“ henginguna og kláraði Till. Till tappaði út þegar 41 sekúnda var eftir af 2. lotu og hélt Woodley því beltinu.

Bardagakvöldið var gjörsamlega geggjað! Jessica Andrada steinrotaði Karolinu Kowalkiewicz í næstsíðasta bardaga kvöldsins. Þá fengum við tvö uppgjafartök eftir „kneebar“ af bakinu en bæði uppgjafartök eiga sennilega eftir að vera á listum yfir bestu uppgjafartök ársins. Öll úrslit kvöldsins má sjá hér að neðan.

Aðalhluti bardagakvöldsins:

Titilbardagi í veltivigt: Tyron Woodley sigraði Darren Till með uppgjafartaki (D’Arce choke) eftir 4:19 í 2. lotu.
Strávigt kvenna: Jéssica Andrade sigraði Karolina Kowalkiewicz með rothöggi eftir 1:58 í 1. lotu.
Fjaðurvigt: Zabit Magomedsharipov sigraði Brandon Davis með uppgjafartaki (Kneebar) eftir 3:46 í 2. lotu.
Bantamvigt: Jimmie Rivera sigraði John Dodson eftir dómaraákvörðun (30-27, 30-27, 29-28).
Veltivigt: Abdul Razak Alhassan sigraði Niko Price með rothöggi eftir 43 sekúndur í 1. lotu.

FX upphitunarbardagar:

Strávigt kvenna: Tatiana Suarez sigraði Carla Esparza með tæknilegu rothöggi eftir 4:33 í 3. lotu.
Bantamvigt: Aljamain Sterling sigraði Cody Stamannmeð uppgjafartaki (Kneebar) eftir 3:42 í 2. lotu.
Veltivigt: Geoff Neal sigraði Frank Camacho með rothöggi eftir 1:23 í 2. lotu.
Millivigt: Darren Stewart sigraði Charles Byrd með tæknilegu rothöggi eftir 2:17 í 2. lotu.

UFC Fight Pass upphitunarbardagar:

Veltivigt: Diego Sanchez sigraði Craig White eftir dómaraákvörðun.
Léttvigt: Jim Miller sigraði Alex White með uppgjafartaki (rear-naked choke) eftir 1:29 í 1. lotu.
Bantamvigt kvenna: Irene Aldana sigraði Lucie Pudilová eftir klofna dómaraákvörðun.
Fluguvigt: Jarred Brooks sigraði Roberto Sanchez eftir klofna dómaraákvörðun.

Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

- Advertisment -

Most Popular