0

UFC 234 úrslit

UFC 234 fór fram í nótt í Ástralíu. Þeir Anderson Silva og Israel Adesanya skemmtu áhorfendum í aðalbardaga kvöldsins en hér má sjá úrslit kvöldsins.

Robert Whittaker og Kelvin Gastelum áttu að mætast í aðalbardaga kvöldsins en í gærkvöldi var greint frá því að Whittaker væri með kviðslit og gæti ekki barist. Hann fór aðgerð skömmu síðar og verður frá í 4-6 vikur.

Aðalbardagi kvöldsins var skemmtilegur og fengu Adesanya og Anderson Silva að sýna skemmtilega takta. Báðir sýndu hvor öðrum mikla virðingu og sýndu skemmtilega takta í búrinu. Adesanya endaði á að vinna eftir dómaraákvörðun nokkuð örugglega. Hér að neðan má sjá öll úrslit kvöldsins.

Aðalhluti bardagakvöldsins:

Millivigt: Israel Adesanya sigraði Anderson Silva eftir dómaraákvörðun (29-28, 30-27, 30-27).
Léttvigt: Lando Vannata sigraði Marcos Mariano með uppgjafartaki (kimura) eftir 4:55 í 1. lotu.
Bantamvigt: Ricky Simon sigraði Rani Yahya eftir dómaraákvörðun (30-27, 30-27, 30-25).
Fluguvigt kvenna: Montana De La Rosa sigraði Nadia Kassem með uppgjafartaki (armbar) eftir 2:37 í 2. lotu.
Léttþungavigt: Jimmy Crute sigraði Sam Alvey með tæknilegu rothöggi eftir 2:49 í 1. lotu.

ESPN upphitunarbardagar:

Léttvigt: Devonte Smith sigraði Dong Hyun Ma með tæknilegu rothöggi eftir 3:49 í 1. lotu.
Fjaðurvigt: Shane Young sigraði Austin Arnett eftir dómaraákvörðun.
Fluguvigt: Kai Kara-France sigraði Raulian Paiva eftir klofna dómaraákvörðun.
Bantamvigt: Kyung Ho Kang sigraði Teruto Ishihara með uppgjafartaki (rear-naked choke) eftir 3:59 í 1. lotu.

UFC Fight Pass upphitunarbardagar:

Léttvigt: Jalin Turner sigraði Callan Potter með rothöggi eftir 53 sekúndur í 1. lotu.
Bantamvigt: Jonathan Martinez sigraði Wuliji Buren eftir dómaraákvörðun.

Pétur Marinó Jónsson

Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is

-Æft bardagaíþróttir í 6 ár (fjólublátt belti í BJJ)
-BS í sálfræði
-Lýsi UFC á Stöð 2 Sport
-MMA fíkill
Pétur Marinó Jónsson

Comments

comments

Pétur Marinó Jónsson

Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í 6 ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Stöð 2 Sport -MMA fíkill

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.