Friday, March 29, 2024
HomeErlentUFC 235 stefnir í fyrsta stóra bardagakvöld ársins

UFC 235 stefnir í fyrsta stóra bardagakvöld ársins

UFC 235 er heldur betur að taka á sig skemmtilega mynd. Ef allt gengur eftir verður bardagakvöldið smekkfullt af skemmtilegum bardögum.

UFC 235 fer fram þann 2. mars í Las Vegas. Ekki er búið að staðfesta neina titilbardaga af hálfu UFC en útlit er fyrir að tveir titilbardagar verði á dagskrá. Jon Jones og Anthony Smith munu líklegast mætast í aðalbardaga kvöldsins en það er háð því að Jones fái bardagaleyfið sitt aftur í Nevada. Það verður ljóst þann 29. janúar. Í gær greindi svo ESPN frá því að Kamaru Usman og Tyron Woodley munu berjast um veltivigtartitilinn.

UFC hafði áður staðfest nokkra spennandi bardaga og eru þeir að bætast við þessa dagana. Ben Askren mun berjast sinn fyrsta bardaga í UFC á kvöldinu þegar hann mætir Robbie Lawler. Vonarstjarnan Zabit Magomedsharipov mætir Jeremy Stephens í hörku bardaga í fjaðurvigt og þá mun Holly Holm mæta Aspen Ladd í mikilvægum bardaga í bantamvigt kvenna.

Þá herma nýjustu fregnir að Cody Garbrandt mæti Pedro Munhos á kvöldinu en Garbrandt hefur ekki barist síðan hann tapaði aftur fyrir T.J. Dillashaw í ágúst. Ef allt gengur upp mun bardagakvöldið líta svona út:

Titilbardagi í léttþungavigt: Jon Jones gegn Anthony Smith
Titilbardagi í veltivigt: Tyron Woodley gegn Kamaru Usman
Veltivigt: Ben Askren gegn Robbie Lawler
Bantamvigt kvenna: Holly Holm gegn Aspen Ladd
Bantamvigt: Cody Garbrandt gegn Pedro Munhoz
Fjaðurvigt: Zabit Magomedsharipov gegn Jeremy Stephens
Strávigt kvenna: Tecia Torres gegn Weili Zhang
Veltivigt: Mickey Gall gegn Diego Sanchez
Bantamvigt kvenna: Macy Chiasson gegn Gina Mazany
Léttþungavigt: Misha Cirkunov gegn Ovince Saint Preux

Þetta verður því fyrsta virkilega stóra bardagakvöldið á árinu. UFC 233 átti að fara fram í janúar en var fellt niður þar sem erfiðlega gekk að finna aðalbardaga kvöldsins. UFC 234 fer fram í Ástralíu og lítur vel út en ekki alveg eins stórt og UFC 235 stefnir í.

Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

- Advertisment -

Most Popular