UFC aðdáendur um allan heim mega búa sig undir sprengju af bardaga þegar fyrrverandi léttþungavigtarmeistarinn Jamahal „Sweet Dreams“ Hill stígur aftur í búrið gegn hinum kraftmikla Khalil Rountree Jr. á laugardaginn.
Þetta er bardagi sem getur umbylt stöðunni í deildinni – tveir af hættulegustu strikerum þyngdarflokksins takast á í aðalbardaga UFC kvöldsins og hvorki Hill né Rountree ætla að taka afturför í hendi – báðir vilja senda skýr skilaboð til titilhafa deildarinnar. Ríkjandi meistari, Magomed Ankalaev, þarf að verja beltið sitt á árinu og gæti sigurvegarinn í þessum bardaga komið sér í væna stöðu sem næsti áskorandi gegn Ankalaev.
Allt kvöldið verður sýnt á MiniGarðinum þar sem MMA aðdáendur geta hreiðrað um sig á heimavelli bardagaíþrótta. Aðalhluti kvöldsins hefst kl. 19:00 á íslenskum tíma.
Jamahal Hill (12-3, 1 NC) snýr aftur eftir erfiða baráttu við meiðsli og tap gegn Alex Pereira, þar sem hann missti beltið sitt. Nú er hann aftur tilbúinn í slaginn og í hefndarhug. Hill kom með háværa yfirlýsingu um að hann ætlaði sér toppsætið aftur en hann hljómar ekki eins viss í nýlegum viðtölum, sem gæti bæði gefið til kynna að hann sé við það að leggja drauminn á Hillina eða vilji losa um pressuna sem hann setur á sjálfan sig.
Khalil Rountree Jr. (13-6, 1 NC) er á eigin vegferð til stórs sigurs. Þrátt fyrir tap gegn Pereira nýlega hefur hann verið á sigurgöngu með öflugum rothöggum og hefur þróast í einn af skemmtilegustu bardagamönnum deildarinnar. Hann hefur lofað aðdáendum að skjóta aldrei í fellu og gera alla sína bardaga skemmtilega.
Báðir eiga þeir það sameiginlegt að hafa mætt Alex Pereira sem virtist hreint óstöðvandi áður en hann tapaði beltinu sannfærandi gegn Ankalaev. Þegar Khalil Rountree mætti Pereira kom það flestum að óvart hversu vel honum gékk að standa í Pereira og gefa honum góðan bardaga – eitthvað sem Hill tókst ekki að gera. Ef að Jamahal Hill hefur tekist að komast nálægt því formi og getu má búast við mjög skemmtilegum bardaga í Baku.
Rafael “Ataman” Fiziev og Ignacio “La Jaula” Bahamondes mætast í co-main event í Aserbaídsjan
Rafael Fiziev hefur heillað frá fyrstu kynnum í UFC. Hann fór í stríð gegn Justin Gaethje sama kvöld og Gunnar Nelson mætti Bryan Barberena og kom sjálfum sér aldeilis á kortið á því kvöldi. Fiziev er eins og stendur á þriggja bardaga taphrynu eftir óheppileg meiðsli. Fiziev á rætur að rekja til Aserbaisjan og verður væntanlega mikil spenna í loftinu þegar hann stigur inn í búrið. Ef hann sækir sigurinn hér gegn Ignacio gæti það markað upprisu fönixins.
Ignacio Bahamondes er ekkert slor og hefur einnig heillað aðdáendur með ákefð og fullkomri flóru af finishes. Úr síðustu fimm bardögum hefur honum tekist að sækja sigur með KO, Ground strikes, submission og decision. Strákurinn getur allt!
Bahamondes er ekki ennþá kominn inn á styrkleikalista UFC en sigur gegn Fizev myndi pottþétt sigla honum inn á listann. Á sama tíma yrði staða Fizev innan UFC óljós þar sem hann væri einfaldlega búinn að tapa of mörgum bardögum í röð innan stofnunarinnar til þess að geta sagt sætið sitt öruggt. Bahamondes er því í kjörstöðu til þess að taka allt af Fiziev fyrir framan hans heimaþjóð.