0

UFC losar sig við Yoel Romero

Samband UFC og Yoel Romero hefur tekið enda. Yoel Romero hefur verið leystur undan samningi við UFC og er nú frjálst að semja við önnur bardagasamtök.

Þetta kom fram á laugardaginn og staðfesti Dana White, forseti UFC, fréttirnar á blaðamannafundinum í nótt. Að sögn Dana mun UFC losa sig við 60 bardagamenn á næstu vikum. UFC er með marga bardagamenn á sínum snærum og þarf að taka erfiðar ákvarðanir.

Yoel Romero er 44 ára gamall og hefur tapað fjórum af síðustu fimm bardögum sínum. Þrjú af þessum töpum voru þó í titilbardögum og núna síðast gegn Israel Adesanya í mars.

Að sögn Malki Kawa, umboðsmanns Romero, eru viðræður strax hafnar við önnur bardagasamtök. Það verður fróðlegt að sjá hvar Romero mun enda en hann er ennþá stórt nafn og fáir sem ná að líta vel út gegn honum.

Pétur Marinó Jónsson

Pétur Marinó Jónsson

Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Stöð 2 Sport -MMA fíkill

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.