0

UFC nálgast staðsetningu fyrir UFC 249 – líklegast tilkynnt í dag

Samkvæmt ESPN er UFC nánast búið að tryggja sér stað fyrir UFC 249. Líklegast verður bardagakvöldið á Vesturströndinni en búast má við tilkynningu síðar í dag.

UFC 249 átti að fara fram í New York þann 18. apríl. Vegna Covid-19 veirunnar ríkir samkomubann í New York og eru allir stórir viðburðir bannaðir í ríkinu. Khabib Nurmagomedov og Tony Ferguson áttu að mætast á bardagakvöldinu en nú er ljóst að Khabib geti ekki barist þar sem landamærum Rússlands (þar sem hann dvelur nú) hefur verið lokað.

UFC er nánast búið að tryggja sér nýjan stað fyrir bardagakvöldið. UFC hefur ekki tilkynnt hvar bardagakvöldið á að vera en samkvæmt heimildum ESPN verður það á Vesturströndinni. UFC heldur spilunum þétt að sér þessa stundina og vita hvorki umboðsmenn né bardagamenn hvar UFC 249 verður enn sem komið er.

UFC hefur skoðað að halda bardagakvöldið á friðlendu indjána. Þar er ekkert íþróttasamband eins og í fylkjunum og myndi UFC sjá um að allt fari eftir settum reglum en ekki íþróttasambandið eins og oftast í Bandaríkjunum.

UFC hefur útilokað að Khabib geti barist. Planið hjá UFC núna er að setja saman bardaga Tony Ferguson og Justin Gaethje. Bardaginn er ekki staðfestur þar sem Ferguson hefur ekki viljað samþykkja bardaga fyrr en hann veit hvar hann á að berjast.

Dana White sagði á Twitter í gær að dagskrá bardagakvöldsins yrði opinberuð í dag, mánudag. Dana sagði þetta reyndar við falsaðan Ariel Helwani aðgangi á Twitter.

UFC er með nokkur bardagakvöld á dagskrá næstu vikurnar en talið er að UFC muni halda þau öll á sama stað yfir næstu vikurnar. UFC er með bardagakvöld 25. apríl, 2. maí og 9. maí.

Pétur Marinó Jónsson

Comments

comments

Pétur Marinó Jónsson

Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Stöð 2 Sport -MMA fíkill

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.